Sport

Íri á leið til ÍA

Það hefur lítið farið fyrir Skagamönnum á leikmannamarkaðnum frá því að tímabilinu lauk. Þeir hafa misst nokkra menn en fengið lítið til baka. Það gæti þó verið að birta til því fljótlega eftir áramót kemur ungur Íri, Alan Delahunty, til reynslu hjá ÍA. Sá drengur er tvítugur miðjumaður, örvfættur og leikur sem stendur með bandarísku háskólaliði. Þessi strákur þykir nokkuð efnilegur enda hefur hann leikið með yngri landsliðum Íra. Hann var einnig á mála hjá Shamrock Rovers og svo lék hann með unglingaliði Bristol Rovers fyrir nokkru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×