Sport

Leikir Snæfells í beinni á netinu

Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, mun hefja beinar útsendingar af heimaleikjum liðsins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember. Að sögn Torfa "Bróður" Alexandersonar, stuðningsmanns Snæfells, er nú unnið hörðum höndum að því að útsendingin geti verið í sem bestu gæðum. "Við erum að skoða alla fleti málsins en meginmarkmiðið er náttúrlega að efla síðuna fyrir körfuboltaáhugamenn um land allt," sagði Torfi. Snæfell verður ekki fyrsta liðið sem sendir út leiki með þessum hætti því Breiðablik í 1. deildinni hefur staðið fyrir slíkum útsendingum á sinni heimasíðu með góðum árangri. "Við ætlum að setja okkur í samband við Breiðabliksmenn og sjá hvaða leið þeir hafa farið." Næsti heimaleikur Snæfells er gegn KR á fimmtudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×