Sport

Ekki meðal þeirra efstu

Björgvin Björgvinsson skíðamaður náði 30. sæti á Evrópubikarmóti sem fram fór í Finnlandi í vikunni. Gekk honum ekki jafn vel og vonir stóðu til en árangur hans þýðir þó að fjöldi Evrópubikarstiga hans nægir til að fá umtalsvert betra rásnúmer í næstu keppni, sem fram fer í næstu viku. Er það afar mikilvægt enda minnka líkur á góðum árangri eftir því sem skíðamenn byrja keppni aftar. Kristján Uni Óskarsson tók einnig þátt í mótinu en datt úr leik fyrsta daginn og varð ekki meðal 60 fyrstu annan daginn og lauk því keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×