Sport

Þrír jafnir á Hong Kong mótinu

Þrír kylfingar eru jafnir fyrir síðasta hringinn á Hong Kong mótinu í golfi. Írinn Predraig Harrington, Spánverjinn Miguel Angel Jiminez og Suður-Afríkumaðurinn James Kingston eru allir á tíu höggum undir pari. Aðeins einu höggi á eftir koma fjórir kylfingar: Daninn Thomas Björn, Englendingarnir Nick Faldo og David Howell og Taílendingurinn Thammanoon Srirot. Nick Faldo sigraði síðast á móti í mars 1997 en hann lék í gær á fimm höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn James Kingston gerði enn betur, lék á átta höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×