Fleiri fréttir

Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til.

Eftir­lif­endur minnast fjölda­morðsins í Tulsa

Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag.

Jarðskjálfti upp á 6,1 í Alaska

Íbúar í Anchorage í Alaska fundu vel fyrir stórum jarðskjálfta sem skók Talkeetna-fjöll í gærkvöldi. Hann er talinn hafa verið 6,1 að stærð en smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið í morgun.

Sendi­herra kallaður heim eftir að konan hans sló af­greiðslu­konu

Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því.

Höfðu hendur í hári her­mannsins

Lögregla í suðvesturhluta Frakklands hefur náð manni sem stórfelld leit hafði verið gerð að síðan á laugardag, eftir að hann skaut í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum vegna heimilisofbeldis.

Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara

Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum.

Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía

Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld.

Rússar ætla að senda „ó­þægi­leg merki“ fyrir fund Pútín og Biden

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum.

Létu sig hverfa úr þing­sal til að stöðva tak­markanir á kosninga­rétti

Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“.

Njósnir Banda­ríkjanna með hjálp Dana séu skandall

Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana.

Kínverjar mega nú eignast þrjú börn

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn. Breytingin var samþykkt af forsetanum Xi Jinping á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins.

Skólabörnum rænt í Tegina í Nígeríu

Vígamenn í Nígeríu rændu í gær fjölmörgum skólabörnum í bænum Tegina. Enn er óljóst hversu mörg börn er um að ræða. Kennari við skólann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að þau hafi verið 150 en aðrir miðlar tala um rúmlega 200.

Banda­ríkja­menn fengu hjálp frá Dönum við njósnir

Banda­ríska þjóðar­öryggis­stofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráða­mönnum í grann­ríkjum Dan­merkur í sam­starfi við dönsku leyni­þjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem nor­rænu ríkismiðlarnir greindu frá í sam­starfi við þýska og franska fjöl­miðla.

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Leita vopnaðs her­manns sem skaut að lög­reglu

Skipulögð leit stendur nú yfir í suðvestur Frakklandi að fyrrverandi hermanni sem er þungvopnaður og á flótta. Maðurinn skaut að lögreglu á færi áður en að hann flúði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innandyra.

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.

Hótar refsi­að­gerðum náist pólitískur stöðug­leiki ekki

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum.

Fundu nýtt af­brigði veirunnar í Víet­nam

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið.

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Kalla eftir því að Bol­sonaro verði á­kærður fyrir em­bættis­glöp

Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp.

Þrír greindust í Nuuk í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun.

Umdeild moska við Taksim torg vígð

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, vígði í gær umdeilda mosku við Taksim torg í Istanbúl. Moskan er afar umdeild og var byggingu hennar harðlega mótmælt. 

Fjölda­gröf kanadískra barna fannst við skóla

Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Biden leggur til mestu ríkis­út­gjöld frá því í seinna stríði

Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi.

Leiðin greið fyrir fram­bjóðanda íranska æðsta­klerksins

Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins.

Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“.

Börn mega nú fá Pfizer í Evrópu

Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis Pfizer og Biontech fyrir 12 ára og eldri. Þar með er orðið heimilt að nota efnið fyrir 12-15 ára í Evrópu.  

NATO æfir sig fyrir mögulega innrás

Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi.

Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök

Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni.

Sjá næstu 50 fréttir