Fleiri fréttir

Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump

Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri.

Rússar hafna flug­á­ætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rúss­landi

Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans.

Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug

Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson.

Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden

Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug.

Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó

Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní.

Vita ekki hvar hermaðurinn hættulegi er

Yfirvöld í Belgíu leita enn að hermanni sem stal miklu af vopnum úr herstöð og hvarf fyrir meira en viku síðan. Hermaðurinn hafði einnig hótað ráðamönnum og veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar.

Trump segist stefna aftur á framboð

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu.

Ónæmið gæti varið í mörg ár

Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað.

Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst

Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus.

Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök

Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans.

Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína

Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks.

Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísar­sam­komu­lagsins á allra næstu árum

Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður.

Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum

Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum.

Biden lætur rann­saka upp­runa kórónu­veirufar­aldursins

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast.

Nokkrir skotnir til bana í Kali­forníu

Ó­ljóst er hve margir eru látnir eftir skot­á­rás í mið­bæ borgarinnar San Jose í Kali­forníu­fylki en lög­regla þar stað­festir að þeir séu nokkrir. Lög­regla segir að á­rásar­maðurinn sé látinn.

Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér.

Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands

Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands.

Zuma segist saklaus af spillingu

Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi.

Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar.

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir.

Síðasti liðs­maður al­þjóða­her­deildarinnar allur

Síðasti eftirlifandi sjálfboðaliðinn í svonefndri alþjóðaherdeild lýðveldissinna í borgarastríðinu á Spáni er látinn, 101 árs að aldri. Nokkrir Íslendingar tóku upp málstað lýðveldissinnanna gegn fasistaher Francisco Franco, herforingja.

Kalla saman á­kæru­dóm­stól vegna rann­sóknar á Trump

Saksóknari í New York hefur kvatt saman ákærudómstól sem verður mögulega falið að meta hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eða öðrum stjórnendum fyrirtækis hans. Þetta er sagt benda til þess saksóknari telji líkur á að glæpur hafi verið framinn.

Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka

Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný.

Glæpa­foringi segir tyrk­nesku ríkis­­stjórnina tengda mafíunni

Ríkis­stjórn Tyrk­lands­for­setans Erdogans hefur undan­farnar vikur setið undir á­sökunum glæpa­foringjans Sedats Peker um gríðar­lega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eitur­lyfja­brask. Á­sakanirnar hefur hann birt í mynd­böndum á YouTu­be.

Biden og Pútín funda í Genf

Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum.

„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“

Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk.

Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi.

Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas

Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það.

Sjá næstu 50 fréttir