Á vef NASA segir að eftir um 150 metra flug hafi hraði þyrlunnar breyst og hún fór að halla fram og til baka og mest í meira en tuttugu gráður.
Ingenuity er fyrsta farartækið sem flýgur undir eigin afli á öðrum hnetti. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar.
Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni.
Þyrlan ber tvær myndavélar en getur ekki tekið upp myndbönd. JPL birti þó stutt gif af flugi Ingenuity í gær.
Just keep flying #MarsHelicopter completed its 6th flight. Despite unexpected motion from an image processing issue, Ingenuity muscled through the final ~65 meters of its 215-meter journey, landed safely & is ready to fly again. The chief pilot explains https://t.co/533hn7qixk pic.twitter.com/IHkkjXaHDd
— NASA JPL (@NASAJPL) May 27, 2021
Svo virðist sem að bilun hafi komið upp í stýrikerfi þyrlunnar svo hún misskildi myndirnar sem ein myndavélin sendi til stýrikerfisins. Myndirnar báru vitlausan tímastimpil og því var þyrlan sífellt að reyna að stilla sig af og gera breytingar á flugi sínu.
Þrátt fyrir það kláraði þyrlan flugið og hefur það að miklu leyti verið rakið til sérstaks búnaðar sem var einmitt hannaður til að koma þyrlunni til bjargar vegna galla, samkvæmt Håvard Grip, yfirflugmanni Ingenuity.
Hann segir að vegna þessa óvænta galla búi vísindamenn nú yfir enn betri upplýsingum um flug þyrla á Mars.
Ingenuity var upprunalega eingöngu ætlað að fljúga fimm sinnum og hefur vélmennið Perseverance, sem flutti Ingenuity til Mars hefur verið sent til annarra verka. Vísindamenn segja þyrluna þó tilbúna til fleiri flugferða og ætla sér að halda tilraunum sínum áfram.
Hér má sjá myndefni frá fimmtu flugferð Ingenuity.