Fleiri fréttir

„Þú munt drepa mig, maður“

Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur.

Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum

Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa.

Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump

Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust.

Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs

Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu.

Kveikt var í styttu af Melania Trump

Kveikt var í viðarskúlptúr af Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna.

Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund

Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust.

Klipptu Trump út af mynd með Ep­­stein og Maxwell

Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell.

Frænka Trump segir lygar vera lífsstíl hans

Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga.

Fyrr­verandi blaða­maður sakaður um land­ráð

Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi.

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi

Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda.

Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum

Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla.

WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti

Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti.

Útgöngubann í Melbourne

Útgöngubanni hefur verið komið á í áströlsku borginni Melbourne og í nágrenni hennar eftir að 191 einstaklingur greindist með kórónuveiruna á einum degi í Viktoríu, einu fjölmennasta fylki Ástralíu.

Fleiri saka Ep­stein um mis­notkun í kjöl­far hand­töku Maxwell

Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin.

Ákærð fyrir að reyna að siga lögreglunni á svartan mann

Hvít kona sem reyndi að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja hundinn sinn í ól í New York í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir athæfi sitt. Í myndbandi af atvikinu hótar hún manninum því að hringja á lögregluna og segja að svartur maður sé að ógna lífi hennar.

Ný ríkisstjórn Frakklands kynnt

Nýr forsætisráðherra Frakklands tilkynnti í dag skipan ríkisstjórnar sinnar. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið en að sama skapi halda nokkrir ráðherrar stöðum sínum.

44 látnir eftir óveður í Japan

Að minnsta kosti 44 eru látnir eftir að mikið óveður skall á suðurhluta Japan. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað rúmlega milljón manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða og tíðra aurskriða.

Loka fylkjamörkum milli Viktoríu og Nýju Suður-Wa­les

Yfirvöld í Ástralíu hafa lokað fylkjamörkum milli Viktoríu og Nýju- Suður-Wales, tveggja fjölmennustu fylkja landsins, eftir að mikil fjölgun hefur orðið í tilfellum nýrra kórónuveirusmita í Melbourne.

Í­halds­flokkurinn HDZ vann sigur í Króatíu

Andrej Plenkovic, forsætisráðherra Króatíu, og íhaldsflokkur hans, HDZ, hafa fengið umboð til að mynda nýja ríkisstjórn eftir að flokkurinn vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær.

Ennio Morricone er látinn

Ennio Morricone sem samdi tónlistina við fjölda stórmynda er látinn, 91 árs að aldri.

Greindist með svartadauða í Innri-Mongólíu í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa aukið varúðarráðstafanir eftir að íbúi í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu greindist með bakteríu sem leiðir til sjúkdóms er nefndur hefur verið svartidauði.

Sjá næstu 50 fréttir