Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:55 Slökkviliðsmenn í Jakútíu í norðaustanverðu Rússlandi glíma við mikla gróðurelda. Vísir/EPA Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar. Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar.
Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31