Erlent

Kántrí-goðsögnin Charlie Daniels látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Charlie Daniels, fyrir miðju, er látinn.
Charlie Daniels, fyrir miðju, er látinn. Getty/Terry Wyatt

Kántrí-tónlistarmaðurinn Charlie Daniels, sem þekktastur er fyrir lag sitt The Devil Went Down to Georgia, er látinn 83 ára að aldri.

Söngvarinn andaðist á sjúkrahúsinu í heimabæ kántrí-tónlistarinnar Nashville eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Daniels var afkastamikill söngvari, texta- og lagahöfundur og aflaði sér mikilla vinsælda, sérstaklega í heimalandinu en Daniels var fæddur í borginni Wilmington í Norður-Karólínu 28. Október 1936.

Hans þekktasta lag var eins og áður segir The Devil Went Down to Georgia og kom það út árið 1979 og kom út á plötu The Charlie Daniels Band. Lagið skilaði Daniels Grammy verðlaunum.

Daniels sigraðist á krabbameini árið 2001 og hafði fengið heilablóðfall fyrir tíu árum. Hann giftist eiginkonu sinni Hazel árið 1964 og eiga þau saman soninn Charlie yngri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×