Fleiri fréttir

Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum

Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar.

Dökkar sviðsmyndir af Afríku: Hundruð þúsunda gætu dáið

Hundruð þúsunda geta dáið vegna Covid-19 í Afríku á þessu ári. Skásta sviðsmyndin sem sett hefur verið upp af Sameinuðu þjóðunum og byggir á gögnum frá vísindamönnum Imperial College London segir að 300 þúsund muni deyja.

Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum.

Rambóleikarinn Brian Dennehy látinn

Brian Dennehy, bandaríski leikarinn sem hlaut meðal annars tvenn Tony-verðlaun á ferlinum, er látinn, 81 árs að aldri. Dennehy var einna þekktastur fyrir hlutverk sín í fyrstu Rambómyndinni, „Cocoon“ og „Tommy boy“.

Boða nýja Marshalláætlun fyrir Evrópu

Evrópusambandið undirbýr nú ný fjárlög með kórónuveirufaraldurinn að leiðarljósi. Forseti framkvæmdastjórnarinnar segir þörf á nýrri Marshall-áætlun.

Ákæra klerk fyrir manndráp vegna fjölmennrar samkomu

Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar.

Harmar á­kvörðun Trump

Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur

Yfir tvær milljónir smita staðfestar á heimsvísu

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 eru nú fleiri en tvær milljónir á heimsvísu. Flest eru smitin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu á vegum Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.

Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug

Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus.

Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí.

Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Lækkar eigin laun um fimmtung

Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna.

ISIS-liðar handteknir í Þýskalandi

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið hóp manna frá Tadsíkistan sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás þar í landi í nafni Íslamska ríkisins.

Biðu í sex mikilvæga daga

Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar.

Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO

Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki

Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi.

Sjá næstu 50 fréttir