Erlent

WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjóliðar hlúa að sýktum einstakling um borð í sjúkraskipinu USNS Mercy, sem liggur við bryggju í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Sjóliðar hlúa að sýktum einstakling um borð í sjúkraskipinu USNS Mercy, sem liggur við bryggju í Los Angeles í Bandaríkjunum. AP/ERwin Jacob Miciano

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar ekki hafa náð hámarki. Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi. Þá er ekkert útlit fyrir að lát sé á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum.

Fjöldi staðfestra smita á heimsvísu nálgast tvær milljónir og þegar þetta er skrifað hafa tæplega 122 þúsund manns dáið, svo vitað sé, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum.

Á blaðamannafundi í dag sagði Margaret Harris, talskona WHO, að þessa dagana kæmu um 90 prósent tilfella upp í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ljóst væri að hámarki faraldursins væri ekki náð.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.AP/Salvatore Di Nolfi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði mikilvægt að huga að ýmsum atriðum þegar kemur að því að létta á takmörkunum á ferðafrelsi og samkomubönnum. Allar ákvarðanir yrðu að byggja á því að vernda heilsu fólks og því sem vitað er um vírusinn.

Lagði hann sömuleiðis fram viðmið sem ríki ættu að fara eftir varðandi það að draga úr félagsforðun.

Fyrst og fremst verði að tryggja að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og tryggja stoðir heilbrigðiskerfa viðkomandi ríkja svo hægt sé að takast á við nýjar útbreiðslur.


Tengdar fréttir

Rúm­lega 1,5 milljón hefur greinst með kórónu­veiruna

Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×