Fleiri fréttir

Bill Withers látinn

Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn.

Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi

684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent.

Tuttugu sjúklingar í þúsund rúma sjúkraskipi

Sjúkraskipið USNS Comfort átti að létta undir með heilbrigðiskerfi New York borgar þar sem umfangsmikil útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefur sett mikið álag á sjúkrahús.

Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins

Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum.

Yfir 10.000 fallið frá á Spáni

Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn.

Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins

Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí.

Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins

Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum.

Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar

Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan.

Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu.

Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi.

Karl Bretaprins við góða heilsu

Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu.

Telja sig á spori viðsjálla svarthola

Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til.

Opnuðu nýtt sjúkra­hús í Mílanó

Nýtt sjúkrahús var opnað í Mílanó á Ítalíu í gær. Á nýja spítalanum eru 200 gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.

Skreyttu píramídana í Giza með ljósum

Egyptar skreyttu píramídana í Giza með ljósum í gærkvöldi til þess að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk í landinu og hvetja fólk til þess að halda sig heima á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir.

Sjá næstu 50 fréttir