Bill Withers látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:51 Bill Withers var 82 ára gamall. AP/Reed Saxon Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn. Hann var 82 ára gamall og er andlát hans rakið til hjartagalla. Áður en Withers settist í helgan stein um miðjan níunda áratuginn hafði hann sent frá sér hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna lögin Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Withers, sem eiginkona hans Marcia Johnson og börn undirrita, segist hún miður sín vegna fráfalls söngvarans. Þau minnast hans sem mikils fjölskyldumanns og segjast þau vona að tónlist hans muni veita öðrum huggun og hamingju á þessum erfiðu tímum. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur vottað Withers virðingu sína í dag, t.a.m. Lin-Manuel Miranda sem segir að Withers skilji eftir sig ótrúlega arfleið. Rest In Peace, maestro Bill Withers. What a legacy.https://t.co/GBImqLRdPh— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) April 3, 2020 Þannig léku tveir forsetar Bandaríkjanna lagið Lean on Me við innsetningarathafnir sínar, þeir Barack Obama og Bill Clinton. Lagið er þekkt sem óður til vinskapar og samstöðu og hafa grunnskólar í Bandaríkjunum meðal annars tekið upp á því að syngja lagið nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn. Hann var 82 ára gamall og er andlát hans rakið til hjartagalla. Áður en Withers settist í helgan stein um miðjan níunda áratuginn hafði hann sent frá sér hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna lögin Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Withers, sem eiginkona hans Marcia Johnson og börn undirrita, segist hún miður sín vegna fráfalls söngvarans. Þau minnast hans sem mikils fjölskyldumanns og segjast þau vona að tónlist hans muni veita öðrum huggun og hamingju á þessum erfiðu tímum. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur vottað Withers virðingu sína í dag, t.a.m. Lin-Manuel Miranda sem segir að Withers skilji eftir sig ótrúlega arfleið. Rest In Peace, maestro Bill Withers. What a legacy.https://t.co/GBImqLRdPh— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) April 3, 2020 Þannig léku tveir forsetar Bandaríkjanna lagið Lean on Me við innsetningarathafnir sínar, þeir Barack Obama og Bill Clinton. Lagið er þekkt sem óður til vinskapar og samstöðu og hafa grunnskólar í Bandaríkjunum meðal annars tekið upp á því að syngja lagið nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira