Fleiri fréttir

Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust.

Falsfrétt á samfélagsmiðlum: Skilaboð Bill Gates um kórónuveiruna
Síðustu tvo dagana hefur falsfrétt sem sögð eru skilaboð frá Bill Gates gengið um á samfélagsmiðlum, þar á meðal hjá íslenskum notendum Facebook.

Karl Bretaprins með veiruna
Karl Bretaprins hefur verið greindur með kórónuveiruna.

Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi
Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins.

Loka breska þinginu í mánuð
Fundum á breska þinginu verður frestað í að minnsta kosti fjórar vikur frá deginum í dag að meðan yfirvöld reyna hvað þau geta til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Segir mun fleiri hafa látist í Frakklandi en opinberar tölur gefi til kynna
Raunverulegur fjöldi þeirra sem hafa látist í Frakklandi af völdum kórónuveirunnar er mun hærri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta segir Frederic Valletoux, sem er í forsvari fyrir samtök franskra spítala.

Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum.

Ná samkomulagi um björgunarpakka
Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins.

Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit
Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti.

New York kallar eftir hjálp
Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn.

Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna
Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur.

Ástandið að verða alvarlegra á Spáni
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið.

Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað
Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi.

Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla
Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað.

Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl
Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi.

Útgöngubann sett á í Bretlandi
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap
Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina.

Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli
Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins.

Danir framlengja samkomubann fram yfir páska
Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana.

Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna.

Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum.

Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi
Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán.

„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“
Borgarstjóri New York-borgar, þar sem áhrif kórónuveirunnar í Bandaríkjunum hafa verið hvað mest, segir víðtækan skort á mikilvægum heilbrigðisvörum vera yfirvofandi í New York-ríki.

Á yfirsnúningi við að framleiða próf fyrir kórónuveirunni
Rannsóknarstofur víðs vegar um heiminn eru nú á yfirsnúningi við að framleiða próf fyrir nýju kórónuveiruna.

Weinstein greindur með kórónuveiruna
Weinstein er nú í einangrun í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki.

Samkomur fleiri en tveggja bannaðar í Þýskalandi
Fjölskyldur og aðrir hópar sem deila heimili fá undantekningu frá reglunni.

Neyðarástand framlengt á Spáni
Yfirvöld á Spáni framlengdu í dag neyðarástandi í fimmtán daga til viðbótar vegna kórónuveirunnar.

Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu
Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu.

Minnst sautján særðir eftir öflugan jarðskjálfta í Zagreb
Öflugur jarðskjálfti að stærð 5,3 skók Zagreb, höfuðborg Króatíu, snemma í morgun og olli miklum skemmdum víðast hvar um borgina

Af hverju Ítalía?
Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur.

Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar.

Heilsa Alberts Mónakófursta góð eftir smit
Furstinn af Mónakó, Albert II, fyrsti þjóðhöfðinginn til þess að greinast með kórónuveirusmit segist líða ágætlega nokkrum dögum eftir að hann greindist með veiru

Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví
Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi.

793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn
Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni.

Louis Vuitton ætla að gefa Frökkum 40 milljón grímur
Franski tískuvörurisinn LVMH, sem heldur til að mynda úti tískuvörumerkjunum Louis Vuitton og Christian Dior, hefur pantað fjörutíu milljón grímur frá birgjum sínum og er ætlunin að dreifa þeim í samvinnu við frönsk heilbrigðisyfirvöld.

Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar
Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni.

Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum
Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar.

Kántrígoðsögnin Kenny Rogers látin
Bandaríski kántrísöngvarinn Kenny Rogers er látinn, 81 árs að aldri.

Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður
Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit.

Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar
Samfélagsmiðlafærslur með röngum fullyrðingum um að dýralíf blómstri vegna minni umsvifa manna í kórónuveirufaraldrinum hafa farið á mikið flug undanfarna daga.

Breskum börum og veitingastöðum gert að loka
Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson.

Skaut óvopnaðan mann þrisvar sinnum og vísað úr hernum átta árum seinna
Stjórnendur hers Ástralíu hafa vikið sérsveitarmanni úr hernum og varnarmálaráðherra hefur vísað máli hans til lögreglu eftir að myndband af hermanninum skjóta óvopnaðan mann til bana í Afganistan var gert opinbert.