Fleiri fréttir

Írar kusu að auðvelda skilnað

Rúm 82% greiddu atkvæði með því að fella úr gildi stjórnarskrárákvæði um að hjón þurfi að vera skilin að borði og sæng í fjögur ár af fimm áður en þau geta fengið lögskilnað.

Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald

Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir mörgum að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera rauninn á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.

Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót

Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings.

Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna

Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja.

Óttast áhrif afsagnar Theresu May

Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur.

„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm

Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði.

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið "árás“.

Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg

Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum.

Corbyn vill kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn.

Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill.

May greinir frá starfslokum sínum

Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynni samstarfsmönnum sínum um hvenær hún ætli sér að láta af embætti forsætisráðherra.

Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig.

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.

Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi

Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist.

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort

Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Sjá næstu 50 fréttir