Óttast áhrif afsagnar Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2019 07:30 Ræða Theresu May er hún tilkynnti um að hún myndi stíga til hliðar var afar tilfinningaþrungin. Vísir/EPA Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15