Fleiri fréttir

Kínverskir hakkarar ítrekað ráðist á New York Times

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá því í kvöld að það hafi ítrekað orðið fyrir tölvuárásum síðan í haust. Forsvarsmenn blaðsins eru þess fullvissir að kínversk yfirvöld séu á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Kína hafnar reyndar ásökunum staðfastlega og talsmaður ráðuneytisins segir Kína einnig fórnarlamb tölvuglæpa.

Sex ára dreng enn haldið í neðanjarðarbyrgi

Í neðanjarðarbyrgi, einhvers staðar undir rauðum moldarveginum á myndinni hér til hliðar, hefur sex ára gömlum dreng verið haldið í gíslingu síðan á þriðjudag.

Fyrsta áfanga í hernaði Frakka í Malí er lokið

Franski herinn hefur tryggt yfirráð sín yfir bænum Kidal í norðurhluta Malí. Þar með er fyrsta áfanganum náð í baráttu Frakka, og annarra þjóða, gegn íslamistum í Malí en Kidal var síðasta vígi þeirra í landinu.

Heili Sharons starfar í dáinu

Ísraelskir og bandarískir vísindamenn segja að heilastarfsemi sé merkjanleg hjá Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sem hefur verið í dái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir sjö árum.

Heimsbyggðin þarf að taka af skarið í Sýrlandi

"Það er verið að leggja Sýrland í rúst, hægt og bítandi,“ segir Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. "Og með því að eyðileggja Sýrland er verið að þröngva þessum heimshluta í afar slæma stöðu, og ástandið þar skiptir alla heimsbyggðina miklu máli.“

Ron Jeremy berst fyrir lífi sínu á spítala

Íslandsvinurinn og klámmyndaleikarinn Ron Jeremy berst nú fyrir lífi sínu á Cedar-Sinai spítalanum í Los Angeles eftir að hann var lagður þar inn vegna slagæðagúlps nærri hjarta.

Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu

Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum.

Google kortleggur Norður-Kóreu

Almenningi hefur til þessa ekki staðið miklar upplýsingar til boða um einræðisríkið Norður-Kóreu. Með kortavef Google geta fróðleiksþyrstir að einhverju leyti svalað forvitni sinni um Asíuríkið.

Rukkað fyrir áhorf á Youtube?

Google, eigandi myndbandavefsins Youtube, veltir fyrir sér að leyfa framleiðendum myndbanda að rukka fyrir áhorf á vefnum. Hugmyndin gæti orðið að veruleika síðar á þessu ári samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.

Lagt til að lögleiða alsælu

Dómsmálaráðherra Kólumbíu segir að nýtt lagafrumvarp myndi lögleiða einkaneyslu verksmiðjuframleiddra lyfja svo sem e-töflunnar.

Frakkar ná bænum Kidal í Malí á sitt vald

Frakkar segja að herlið þeirra í Mali sé komið til bæjarins Kidal en bærinn er síðasta vígi íslamista í norðurhluta landsins. Herliðið hefur náð flugvellinum í Kidal en ekki er ljóst hvort búið sé að tryggja yfirráðin yfir öllum bænum.

Þú færð nostalgíu

Ef þú fæddist á milli áranna 1984 og 1988, ættir þú að hækka í botn og njóta nostalgíunar sem fylgir þessu myndbandi.

Karlaflensan virðist til eftir allt saman

Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af umgangspestum ýmiss konar. Þetta er niðurstaða Amöndu Ellison, prófessors í lífeðlisfræði við Durham-háskóla í Bretlandi.

Dönsk klámstjarna gerir upp fortíð sína

Þegar Katja Kean, ein af þekktustu klámmyndaleikkonum Dana í sögunni, var á toppi ferils síns eftir aldamótin notaði hún tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði í dagleg útgjöld.

Kettir ein helsta ógnin gegn villtu dýralífi

Kettir eru orðnir að einni helstu ógn gegn villtu dýralífi í Bandaríkjunum. Ný rannsókn vísindamanna þarlendis bendir til að kettir drepi allt að rúmlega þrjá milljarða fugla á hverju ári og allt að 20 milljarða smærri spendýra eins og mýs og íkorna.

Gillard boðar þingkosningar í Ástralíu

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti óvænt í morgun að næstu þingkosningar í landinu verði haldnar þann 14. september eða eftir átta mánuði. Reglan í Ástralíu er að boða þingkosningar með nokkurra vikna fyrirvara.

Staðfestu John Kerry sem utanríkisráðherra

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gærkvöld tilnefningu John Kerry, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna með miklum meirihluta eða 94 atkvæðum gegn 3.

Rappstjarnan Rick Ross slapp lifandi frá skotárás

Skotárás var gerð á rapparann Rick Ross þegar hann ók Rolls Royce bíl sínum um götur Forth Lauderdale í Flórída í fyrrakvöld. Ross náði að flýja undan árásinni en ók þá bílnum á nærliggjandi húsvegg.

Þjóðin klofin í afstöðu sinni

Ríkisstjórn François Hollande, forseta Frakklands, hefur kynnt umdeilt frumvarp þess efnis að hjónaband samkynhneigðra verði gert löglegt í landinu.

Þúsundir Egypta hunsa útgöngubann

Yfirmaður egypska hersins segir að Egyptaland geti riðað til falls linni ekki hinum harkalegu pólitísku átökum sem tröllriðið hafa landinu síðustu daga og vikur.

Stjórnarflokkarnir endurskoða ekki EES

Norsk stjórnvöld munu ekki krefjast endurskoðunar EES-samningsins á næsta kjörtímabili haldi núverandi stjórnarmynstur áfram eftir kosningar í haust. Þetta segja forsvarsmenn stjórnarflokkanna þriggja, Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðjuflokksins, rauðgræna samstarfsins svokallaða.

Kerry tekur við af Clinton

Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry mætti engri mótstöðu í utanríkismálanefnd deildarinnar í gær þegar hún samþykkti einróma að hann yrði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Söngvari sveitarinnar var handtekinn

Þrír hafa verið handteknir vegna eldsvoðans á næturklúbbnum Kiss í háskólaborginni Santa Maria syðst í Brasilíu í fyrrinótt.

Enn ein líkamsárásin

Sönghrottinn Chris Brown er enn í vandræðum, og nú er það vegna árásar á sálarsöngvarann Frank Ocean.

Þrívíddin sett á ís

Nú hefur öllum áformum um að þrívíddarvæða gömlu Stjörnustríðsmyndirnar verið frestað.

Forsetaþotan í Malawi er til sölu

Stjórnvöld í Malawi ætla að selja forsetaþotu landsins og hafa óskað eftir tilboðum í hana. Um er að ræða 14 sæta Dassault Falcon einkaþotu en sala hennar á að létta undir með rekstri ríkissjóðs.

Frakkar tryggja yfirráð sín í Timbuktu

Hersveitir undir stjórn Frakka hafa tryggt yfirráð sín yfir borginni Timbuktu í Malí en borgin var frelsuð úr höndum íslamista í gærdag án teljandi bardaga.

Lögreglan fann 12 lík í brunni í Mexíkó

Lögreglan í Nuevo Leon í Mexíkó hefur fundið 12 lík í brunni í bænum Mina. Staðfest hefur verið að fjögur þeirra eru af meðlimum hljómsveitarinnar Kombo Kolombia sem rænt var fyrir síðustu helgi.

Óeirðir hafa kostað tugi lífið

Meira en fimmtíu manns hafa látist í óeirðum í Egyptalandi síðan á fimmtudag í síðustu viku. Í gær beitti lögreglan táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Kaíró.

Brenndu fornar bækur í Timbuktu

Herskáir íslamistar, tengdir samtökunum al-Kaída, hafa undanfarna tíu mánuði beitt af mikilli hörku strangtrúartúlkun sinni á lögum íslams í norðurhluta Malí, sem þeir náðu á sitt vald á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir