Fleiri fréttir

Risavaxnir þríburar slógu heimsmet

Sidney, Elliot, og Jenson Deen eru þyngstu þríburar veraldar. Samanlögð þyngd þeirra var tæp 10 kíló við fæðingu og er um heimsmet að ræða í þeim efnum.

Skrefi nær alvöru huliðshjálmi

Vísindamönnum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum tókst nýverið að hylja nokkurra rúmsentímetra demantslaga hylki fullkomlega í tilraun. Er þetta í fyrsta sinn sem tekst að gera hlut algjörlega ósýnilegan.

Bannað að safna yfirvaraskeggi

Breskum þrettán ára pilti hefur verið bannað að safna yfirvaraskeggi til styrktar átaki gegn krabbameini en skólinn, sem pilturinn sækir, segir að slíkt skegg sé ekki hluti af starfsemi skólans.

Árásir hertar á Gasaströnd

Loftárásir Ísraelshers á Gasaströnd höfðu kostað að minnsta kosti 15 manns lífið síðdegis í gær. Forseti Egyptalands fordæmir árásir Ísraela og boðar heimsókn sína til Gasa í dag. Palestínumenn halda áfram að skjóta flugskeytum yfir til Ísraels, meðal ann

Aldrei fleiri Danir látist vegna eiturlyfja

Alls eru 285 mannslát í Danmörku í fyrra rakin til eiturlyfjaneyslu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu heilbrigðisyfirvalda um eiturlyfjaneyslu í landinu sem kynnt var í vikunni.

Hefur ítrekað reynt að svipta sig lífi

James Holmes, sem grunaður er um að hafa staðið að baki einni mannskæðustu skotárás seinni tíma í Bandaríkjunum, hefur ítrekað reynt að svipta sig lífi í fangaklefa.

Google býður í ævintýraferð um Vetrarbrautina

Tæknirisinn Google býður nú mannkyni í ævintýraferð um Vetrarbrautina. Notendur netvafrans Google Chrome geta nú kynnt sér leyndardóma alheimsins, hoppað á milli stjarna og pláneta, og fræðst um tilurð sólkerfisins.

Kreditkort fyrir 8 ára gömul börn

Bresk börn á aldrinum 8 til 16 ára geta nú verslað með kreditkort á veraldarvefnum. Það er hópur foreldra sem stendur að verkefninu en þau stofnuðu fyrirtæki þar sem börnum gefst tækifæri til að kynna sér veröld rafrænna viðskipta.

Enginn heimsendir er í nánd

Ekkert bendir til þess að fyrirbæri utan úr geimi muni koma til með að tortíma lífi á jörðinni fyrir árslok og sögur um yfirvofandi heimsendi 21. desember næstkomandi eiga ekki við rök að styðjast.

Færeyingar þurfa að bíða enn lengur

Færeyingar þurfa að bíða lengur en áætlað var eftir því að úrslit fáist í dýrustu olíuborun í sögu eyjanna. Borun holunnar, sem hófst þann 17. júní, átti að taka 4-5 mánuði og vera lokið núna um miðjan nóvember. Statoil hefur nú upplýst að verklokum seinki og að borað verði til áramóta og hugsanlega lengur.

Öryggisráðið hélt neyðarfund um Gaza

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund í nótt vegna stöðunnar á Gaza í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu þar herstjóra Hamas ásamt lífvörum hans í loftárásum í gærdag. Loftárásir Ísraelsmanna héldu áfram í nótt.

Fjöldi Dana hefur ekki lengur efni á að jarða ættingja sína

Sveita- og bæjarstjórnir í Danmörku þurfa í sívaxandi mæli að standa straum af kostnaði við jarðarfarir þegna sinna. Annaðhvort finnast engir ættingjar eða þá að ættingjarnir segjast einfaldlega ekki hafa efni á jarðarförinni.

Xi Jinping nýr leiðtogi í stað Hu Jintao

Hu Jintao, forseti Kína, lét í gær af embætti leiðtoga Kommúnistaflokksins í Kína. Reiknað var með að hann segði sig úr fleiri embættum, þar á meðal sem yfirmaður herráðsins.

Nefsprey getur komið í veg fyrir framhjáhald

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að boðefnið oxytocin, sem oft hefur verið kallað "ástarhormónið," gæti alfarið komið í veg fyrir framhjáhald.

Þúsundir mótmæla víða í Evrópu

Þúsundir launþega, víða að úr Evrópu, taka þátt í verkföllum og opinberum mótmælum í dag til þess að mótmæla auknu atvinnuleysi og niðurskurði á fjárlögum víða í ríkjum.

Fjöldi sykursjúkra muni tvöfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að 346 milljónir manna um allan heim séu sykursjúkir. Þessi tala mun líklega meir en tvöfaldast fyrir 2030 ef ekki er að gert. Á hverju ári látast 3.4 milljónir manna vegna of hás blóðsykurs. Nærri 80% þeirra sem látast af völdum sykursýki búa í mið- eða lágtekjuríkjum.

Rannsaka fjölda óleystra morðmála á ný

Dönsk lögregluyfirvöld eru vongóð um að ná að leysa mörg óleyst morðmál frá fyrri árum. Rannsókn hefur verið hafin á ný í tólf málum hið minnsta eftir að ný tækni varpaði ljósi á nothæf lífsýni í málsgögnum í geymslu. Af mörgum þeirra mátti greina erfðaefni sem gæti varpað nýju ljósi á mál, eða sannað sekt grunaðra.

Framhjáhald veldur fjaðrafoki í hernum

John Allen, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan, sætir nú rannsókn í tengslum við framhjáhald Davids Petraeus. Í síðustu viku sagði Petraeus af sér sem yfirmaður CIA vegna framhjáhaldsins.

Greiðslu úr neyðarsjóði frestað

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Grikkir fái frest til ársins 2016, eða tveimur árum lengur en áður hafði verið krafist, til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum svo hægt verði að hefjast handa við að draga úr skuldabyrði gríska ríkisins.

Líkamsleifar Yasser Arafat grafnar upp í dag

Vinna er hafin við að grafa upp líkamsleifar Yasser Arafat fyrrum leiðtoga Palestínu í Ramallah á Vesturbakkanum. Ástæðan fyrir þessu er að mikil vafi leikur á dánarorsök Arafats og raunar hefur hún aldrei fengist á hreint.

Mikill fjöldi atvinnulausra ungra kennara í Danmörku

Fjöldi ungra atvinnulausra grunnskólakennara í Danmörku hefur tvöfaldast milli ára. Í fyrrahaust voru 350 af grunnskólakennurum undir þrítugu atvinnulausir í Danmörku en í haust er þessi tala komin upp í 750 kennara.

Grikkir fá tveggja ára frest í viðbót

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa samþykkt að gefa Grikkjum tveggja ára frest í viðbót, eða til ársins 2016, til að mæta kröfunum um niðurskurð í rekstri hins opinbera í Grikklandi.

Gagnrýni á 92 milljóna starfslokasamning

Helen Boaden, fréttastjóri breska ríkisútvarpsins BBC, og Stephen Mitchell, aðstoðarmaður hennar, hafa vikið tímabundið úr starfi vegna mistaka í fréttaflutningi.

Sjá næstu 50 fréttir