Fleiri fréttir

Gæti verið sýnd miskunn ef þær iðrast

Forsvarsmenn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar gáfu til kynna í dag að kirkjan myndi sýna þremur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot miskunn ef þær myndu iðrast gjörða sinna. Á morgun verður áfrýjun þeirra tekin fyrir en þær voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að halda svokallaða pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Tilefni stúlknanna var að mótmæla Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Fjölskyldan á leið til Bordeaux

Fjölskylda Megan Stammers, fimmtán ára breskrar stúlku sem stakk af með stærfræðikennaranum sínum, er nú á leið til Frakklands til að hitta hana. Foreldrar stúlkunnar hafa þegar náð að heyra í henni í síma og vonast þau til að geta farið aftur heim með hana til Sussex á englandi um helgina. Stúlkan fannst ásamt þrítugum stærfræðikennara sínum í Bordeaux í Frakklandi eftir umfangsmikla leit í um viku.

Danska Séð og heyrt ekki með fleiri nektarmyndir af Middleton

Kim Henningsen, ritstjóri danska slúðurblaðsins Se og Hör, segir að blaðið hafi ekki fleiri nektarmyndir af Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, undir höndum. Orðrómur hefur verið um að blaðið ætli að birta fleiri myndir af hertogaynjunni og í þetta skiptið eigi Middleton að vera alveg nakin á myndunum. Henningsen segir orðróminn ekki á rökum reistan, líklega séu menn að rugla saman við brjóstamyndirnar sem blaðið birti í byrjun mánaðarins.

Mikil flóð á Spáni

Átta létu lífið, þar af tvö börn, í miklum flóðum í suðurhluta Spánar í gær. Sex hundruð, hið minnsta, hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Samuel L Jackson: Drullastu á lappir

Kosningabaráttan er farin að harðna í Bandaríkjunum. Nýjasta útspil stuðningsmanna Obama er auglýsing þar sem Hollywoodleikarinn Samuel L. Jakcson leikur aðalhlutverk.

Uppreisnarmenn skortir vopn

Hörð átök geisa nú í sýrlensku borginni Aleppo en samkvæmt fréttaflutningi ríkissjónvarpssins hafa stjórnarandstæðingar þurft að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarhermönnum.

Biðjast afsökunar á að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni

Bandaríska fréttastöðin Fox hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni útsendingu í gærkvöldi. Sýndar voru myndir sem teknar voru úr þyrlu af eftirför lögreglu sem reyndi að stöðva ökumann vegna hraðaaksturs.

Skattur auðmanna í 75 prósent

Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, segir að nýr 75 % hátekjuskattur verði lagður á þá sem hafa meira en milljón evrur í árstekjur. Það samsvarar um það bil 160 milljónum króna, eða rúmlega þrettán milljónum í mánaðartekjur.

Bónorð aldarinnar - sviðsetti vélarbilun

Bónorðin eru svo sannarlega ólík. Fáir hafa þó gengið jafn langt og Bandaríkjamaðurinn og flugmaðurinn Ryan Thompson sem beinlínis neyddi sína heittelskuðu til þiggja hringinn.

Rauðir íkornar að útrýmast á Ítalíu

Rauðir íkornar hafa smám saman týnt tölunni á stórum svæðum á Ítalíu og vísindamenn hafa áhyggjur af yfirvofandi útrýmingu þeirra í landinu. Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra.

Óumflýjanlegt að loka skólum Bretanna í Afganistan

Veigamikill þáttur í starfi breskra hermanna í Afganistan hefur verið að byggja skóla og heilsugæslustöðvar víðsvegar í landinu. Fleiri hundruð milljónum hefur verið eytt í það uppbyggingastarf síðustu sex árin en nú lítur út fyrir að Afganistar neyðist til að loka hluta af skólunum.

Hústökumaður fangelsaður í fyrsta sinn

Rúmlega tvítugur maður var nýverið dæmdur til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að gera hús sem hann átti ekki að dvalarstað sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem hústökumaður er dæmdur eftir nýrri löggjöf um hústökufólk sem tók gildi 1. september í ár í landinu.

Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið

Flugslys í Nepal kostaði 19 manns lífið í nótt, eða alla um borð, þegar tveggja hreyfla flugvél fórst skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Katmandú.

Leikstjóri Múhammeðsmyndarinnar settur í fangelsi

Nakoula BasseleyNakoula leikstjóri myndarinnar þar sem Múhammeð spámaður er móðgaður hefur verið handtekinn í Los Angeles og settur í fangelsi án möguleika á að losna gegn tryggingu.

Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir

Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Átökin aldrei verið harðari

Sýrlenski stjórnarherinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarherinn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð.

Myrti móður sína vegna deilna um útivistartíma

Sextán ára unglingur búsettur í Bronx-hverfinu í New York játaði í gær að hafa skotið móður sína þar sem hún var sofandi á heimili þeirra. Samkvæmt New York Post lést móðir hans ekki strax af sárum sínum, heldur lamdi unglingurinn móður sína að lokum til bana með hafnaboltakylfu.

Leiðtogar sértrúarsafnaðar teknir af lífi

Tveir fyrrverandi leiðtogar sértrúarsafnaðar í Japan voru teknir af lífi í nótt. Um er að ræða karl og konu en þau voru fundin sek um að hafa myrt sex einstaklinga í særingarathöfnum á nokkurra ára tímabili.

Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Ryuyong

Hið alræmda Ryuyong-hótel í hjarta Pyonyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hefur heillað marga í gegnum tíðina. Hótelið hefur staðið tómt í rúman aldarfjórðung — stjórnvöld í Norður-Kóreu létu þó fullklára glervegginn sem umlykur hótelið.

Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling komin út

Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins J.K. Rowling, The Casual Vacancy, kom út í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en 2.6 milljón eintök af henni seldust í forsölu.

Obama og Romney berjast hart um Ohio

Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney forsetaframbjóðandi Repúblikana leggja nú mikla áherslu á kosningabaráttu sína í Ohio.

Selja nákvæmar eftirlíkingar af Litlu hafmeyjunni

Þeir sem hafa látið sig dreyma um að eignast styttu af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn, og þeir eru eflaust fjölmargir, geta nú látið drauminn rætast en danskt fyrirtæki hefur nú til sölu eða leigu þrjár styttur, nákvæmar eftirlíkingar af styttunni frægu við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Slæmt að fylgjast með sínum fyrrverandi

Þeir sem fylgjast með sínum fyrrverandi á Face-book eru lengur að ná sér eftir sambandsslit en þeir sem gera það ekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í San Diego í Bandaríkjunum. Í rannsókninni var fylgst með hvernig 464 einstaklingum, sem notuðu Facebook, tókst að jafna sig eftir sambandsslit.

Segir ákærur vera pólitískar

„Ég hef ekkert að fela,“ sagði Julius Malema, suðurafrískur stjórnmálamaður sem kom fyrir rétt í gær sakaður um spillingu, skattsvik og peningaþvætti. „Þeir eru að eyða tíma sínum,“ sagði hann.

Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða

Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina.

Leyniréttarhöldum hafnað

Fulltrúar á landsfundi flokks frjálsra demókrata í Bretlandi höfnuðu frumvarpi um leyniréttarhöld, sem breska stjórnin hugðist fá þjóðþingið til að samþykkja.

Hundruð manna án heimilis

Í Bretlandi hefur ekki rignt jafn mikið í september í þrjátíu ár. Í norðurhluta Englands hafa hundruð manna þurft að forða sér að heiman, eða að minnsta kosti að koma sér fyrir á efri hæðum húsa, meðan mestu flóðin ganga yfir. Spáð er úrhellisrigningu áfram og fólk beðið um að hafa varann á.

Bar við stóreflis ostaframleiðslu

Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til sektar sem nemur um 125 þúsund íslenskum krónum fyrir smygl á mjólk og kjúklingum.

Aðhaldi mótmælt í Aþenu

Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna.

Ellefu ára piltur varð fyrir eldingu

Ellefu ára gamall piltur varð fyrir eldingu í Swindon í Bretlandi í dag. Drengurinn er sagður vera stórslasaður en hann fór í hjartastopp eftir að eldingunni laust niður.

Leigðar fartölvur geta tekið myndir af þér í stofunni

Sjö tölvur, sem viðskiptavinir leigðu af tölvuleigum, tóku myndir af þeim, þar á meðal pari í miðjum ástarlotum. Þetta kemur fram á vef BBC en um er að ræða fartölvur sem fólk leigir en í þeim er forrit sem kallast "PC Rental Agent“ og er hugsað til þess að endurheimta tölvurnar greiði viðskiptavinur ekki af þeim eða neitar að skila gripnum.

Sjá næstu 50 fréttir