Erlent

Samuel L Jackson: Drullastu á lappir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kosningabaráttan er farin að harðna í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Nýjasta útspil stuðningsmanna Obama er auglýsing þar sem Hollywoodleikarinn Samuel L. Jakcson leikur aðalhlutverk.

Auglýsingin er í raun saga af lítilli stelpu sem reynir að vekja fjölskyldu sína til meðvitundar um að mikilvægt sé að taka afstöðu í kosningunum. En þegar foreldrar hennar sussa á hana kemur til kasta Jacksons.

„Við þurfum að standa á eigin fótum ef Romney vinnur. Og hann er á móti öryggisnetum, þannig að gangi þér vel ef þú hrasar í lífinu. Ég mæli því sterklega með því að þú drullist á lappir,‟ segir Samuel L. Jackson í auglýsingunni.

En Jackson lætur sér ekki nægja að þrýsta á mömmu og pabba, heldur líka stóra bróður. Amma og afi eru jafnvel trufluð í tilhugalífinu eins og sést ef smellt er á hnappinn „horfa á myndskeið með frétt.‟




Fleiri fréttir

Sjá meira


×