Erlent

Uppreisnarmenn skortir vopn

Hörð átök geisa nú í sýrlensku borginni Aleppo en samkvæmt fréttaflutningi ríkissjónvarpssins hafa stjórnarandstæðingar þurft að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarhermönnum.

Svo virðist sem uppreisnarmenn skorti bæði vopn og mannafla til að halda uppteknum hætti að sögn fréttamanns BBC í Beirút en stjórnarherinn ræðst nú á uppreisnarmenn af fullu afli.

Hundrað og fimmtíu létust í átökum víðs vegar um landið í gær þar af fjörutíu í Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×