Erlent

Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Ryuyong

mynd/AP
Hið alræmda Ryuyong-hótel í hjarta Pyonyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hefur heillað marga í gegnum tíðina. Hótelið hefur staðið tómt í rúman aldarfjórðung — stjórnvöld í Norður-Kóreu létu þó fullklára glervegginn sem umlykur hótelið.

Byggingin hefur oft verið kölluð Hótel endalokanna. Þá hlotnaðist hótelinu sá vafasami heiður að vera útnefnt versta bygging mannkynssögunnar.

Nú hafa fyrstu ljósmyndirnar innan úr hótelinu birst en það voru ferðamenn frá Peking sem náðu myndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×