Erlent

Biðjast afsökunar á að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni

Úr útsendingu FOX í gær
Úr útsendingu FOX í gær
Bandaríska fréttastöðin Fox hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni útsendingu í gærkvöldi.

Sýndar voru myndir sem teknar voru úr þyrlu af eftirför lögreglu sem reyndi að stöðva ökumann vegna hraðaaksturs. Maðurinn ók að lokum út í eyðimörk, hljóp út úr bíl sínu, tók upp byssu og skaut sig í höfuðið.

Ökurmaðurinn er grunaður um að hafa stolið bílnum.

Yfirmenn stöðvarinnar segja að stöðva hefði átt útendinguna fyrr og hafa beðist afsökunar á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×