Fleiri fréttir

Hátt í hundrað þúsund slösuðust á trampólíni

Það ætti að letja börn til þess að nota trampólín, segja læknar í Bandaríkjunum. Slík tæki séu einfaldlega of hættuleg. Samtök barnalækna í Bandaríkjunum telja að um 98 þúsund manns slasist á hverju ári þar í landi af völdum trampólína og mörg þeirra séu börn.

Annað tilfelli af veirusýkingu í Danmörku

Eitt tilfelli í viðbót af það sem kallað er Corona veirunni hefur fundist í Danmörku en veiran er skyld hinni lífshættulegu SARS veiru. Um er að ræða sjúkling sem haldið er í einangrun á sjúkrahúsinu í Hvidovre.

Obama með öruggt forskot á Romney í Ohio

Ný skoðanakönnun sem unnin var af Washington Post sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með öruggt forskot á Mitt Romney í Ohio og nokkurt forskot í Flórída.

Tvær öflugar sprengingar í miðborg Damaskus

Tvær mjög öflugar sprengingar heyrðust í miðborg Damaskus í morgun þar sem nokkrar stjórnarráðsbyggingar eru til staðar sem og höfuðstöðvar sýrlenska hersins.

Allsherjarverkfall boðað í Grikklandi í dag

Athafnalíf í Grikklandi mun fara meir og minna úr skorðum í dag þar sem tvö af stærstu verkalýðssamtökum landsins hafa boðað við allsherkarverkfall í 24 tíma.

Ógnarhernaður gegn almenningi

Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur.

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Börn eru fangelsuð, pyntuð og myrt

Sýrland Sýrlensk börn upplifa fjöldamorð, pyntingar og önnur voðaverk, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnaheill – Save the Children.

Fríblað að ganga "landsblaði“ Ísraela af dauðu

Ísraelska dagblaðið Maariv daily er á síðasta snúningi ef marka má frétt fréttaveitu AP en þar kemur fram að hið 64 ára gamla dagblað, sem er þekkt í Ísrael sem "landsblaðið", hafi verið selt til keppinautar og nú blasir við að um tvö þúsund starfsmönnum blaðsins verið sagt upp.

Skutu gúmmikúlum á mótmælendur í Madrid

Minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í mótmælum við alþingishúsið í Madríd á Spáni í kvöld auk þess sem lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Upp úr sauð þegar mótmælendur eiga að hafa reynt að rífa niður grindverk sem skilur mótmælendur að frá þinghúsinu.

Norðmenn leyfa lyf sem inniheldur kannabis

Norðmenn hafa ákveðið að leyfa notkun lyfs sem inniheldur kannabis. Um er að ræða úðann Sativex en notkun hans hefur þegar verið leyfð í Svíþjóð og Finnlandi.

Hulunni svipt af langlífi geldinga

Ný rannsókn í Suður Kóreu hefur leitt í ljós afhverju geldingar lifa mun lengur en aðrir menn eða allt að 19 árum að meðaltali. Rannsóknin varpar einnig ljósi á afhverju konur lifa yfirleitt lengur en karlar.

Predikarinn Abu Hamza verður framseldur

Undirbúningur er hafinn að því að framselja hinn róttæka predikara Abu Hamza frá Bretlandi til Bandaríkjanna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni hans um áfrýjun á málinu.

Kökusneið úr konunglegu brúðkaupi til sölu á uppboði

Nú er hægt að bjóða í eina af þeim 650 kökusneiðum sem í boði voru í brúðkaupi ársins, á vefsíðunni PFC Actions. Að sjálfsögðu erum við að tala um konunglegt brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge en brúðkaupið fór fram í apríl síðastliðnum.

Fundu áður óþekktan vírus sem líkist SARS

Áður óþekktur vírus, þó ekki ólíkur þeim sem kallaðist SARS og varð hundruð manna að bana árið 2003, hefur greinst í manni sem nú er verið að meðhöndla á bresku sjúkrahúsi.

Brahimi heldur í veika von

Mahmoud Ahmadinejad, forsætisráðherra Írans, notaði tækifærið til að skjóta á Bandaríkin og Ísrael þegar hann steig í ræðustól á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Zombí-býflugur valda heilabrotum

Býflugnabóndinn Mark Hohn frá Seattle í Bandaríkjunum tók eftir því á dögunum, þegar hann snéri heim úr fríi, að býflugur sem hann átti voru ýmist dauðar eða flugu tilviljanakennt um, eins og þær væru einhverskonar uppvakningar. Og líkingin á rétt á sér, ekki síst þar sem umræddar býflugur voru sýktar af dularfullum sjúkdómi sem draga þær með kvalarfullum hætti til dauða að lokum. Þetta veldur því að lokum að allar fullorðnar býflugur í býflugnabúum drepast að lokum.

Björguðu kynlífsdúkku úr Svartahafinu

Strandgestir í Tyrklandi nutu sólarinnar á dögunum en þeim brá heldur betur í brún þegar þeim sýndist sjá drukknaða konu í Svartahafinu þar sem gestirnir sóluðu sig.

Tveir ákærðir fyrir hlandhneyksli í Afganistan

Tveir hermenn í bandaríska hernum hafa verið ákærðir fyrir að kasta þvagi á lík hermanna Talibana í Afganistan á síðasta ári en myndir birtust af atvikinu í kjölfarið og myndband á Youtube. Málið vakti gríðarlega reiði í Mið-Austurlöndum á sínum tíma enda virðingarleysið algjört.

Vilja lögsækja fyrrum fangavörð í Auschwitz

Þýsk yfirvöld kanna nú hvort að mögulegt sé að lögsækja fyrrum fangavörð í útrýmingabúðum Nasista í Auschwitz sem hefur búið í Bandaríkjunum í yfir sextíu ár.

Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun

Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag.

Fátækum fer fjölgandi í Danmörku

Fátækum fjölgaði í Danmörku á árunum 2002 og fram til 2010. Hlutfallslega fjölgaði þeim mest á Sjálandi og í höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna

Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi.

Obama fær byr undir vængina

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur.

Schwarzenegger viðurkennir syndir sínar

Daginn eftir að Arnold Schwarzenegger lét af embætti ríkisstjóra í Kaliforníu, eða 4. janúar í fyrra, viðurkenndi hann fyrir Mariu Shriver, eiginkonu sinni, að húsfreyja þeirra hjóna hefði alið barn hans. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Schwarzeneggers sem kemur út í næsta mánuði.

Svisslendingar að hafna reykingabanni

Svisslendingar kjósa í dag um reykingabann innandyra og fyrstu tölur benda til þess að banninu verði hafnað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Lykilorð franska seðlabankans var 123456

Ætla mætti að Seðlabanka Frakklands væri ekki sérlega annt um öryggi sitt því á dögunum kom í ljós að lykilorðið að vefsvæði bankans var það einfaldasta sem um getur.

Fórust í snjóflóði

Þýskur fjallgöngumaður og leiðsögumaður hans fórust í snjóflói í Himalaja fjöllunum í morgun. Þrettán fjallgöngumanna er saknað. Snjóflóðið fór niður hlíðar Maanslu fjallsins þar sem hópurinn var á ferð. Í hópnum voru aðallega evrópskir fjallgöngumenn, frá frakklandi og Þýskalandi ásamt nepöslum leiðsögumönnum. Tíu úr hópnum komust lífs af. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem saknað er.

Stal Apple klukkunni?

Apple sendi nýverið frá sér stýrikerfið iOS 6 sem nýi iPhone-inn keyrir á. Þar var fjölda nýjunga að finna, m.a. glænýtt útlit fyrir klukkuna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að útlitið er ekki jafnglænýtt og fyrst var talið.

Romney safnaði milljónum dollara

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu.

Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini. Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu.

Tína sveppi í stað þess að kjósa

Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu.

Sjá næstu 50 fréttir