Fleiri fréttir

Óperutónlist er hjartastyrkjandi

Vísindamenn í Tókýó í Japan hafa komist að því að óperutónlist getur verið hjartastyrkjandi, allavega hjá músum.

Útiloka ekki hernaðaríhlutun

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist ekki geta útilokað hernaðar-íhlutun í Sýrlandi. Hann sagði jafnframt að ástandið þar væri farið að líkjast því sem var í Bosníu á níunda áratugnum. Hague sagði tíma alþjóðlegrar sendinefndar Kofi Annan vera að renna út. Sendinefndin reynir að semja um vopnahlé í Sýrlandi.

Flokkur Hollandes stærstur

Búist er við því að Sósíalistaflokkur Francois Hollande, forseta Frakklands, nái meirihluta í þingkosningum sem þar fara fram þessa dagana. Fyrri umferð kosninganna var í dag og benda útgönguspár til þess að Sósíalistaflokkurinn og UMP flokkurinn séu jafnir með 35% atkvæða. Með stuðningi Græningja er Sósíalistaflokkurinn hins vegar með 40% fylgi. Önnur umferð fer fram eftir viku.

Enn er barist vegna Pinochet

Til átaka kom í Chile í dag vegna heimildamyndar um Pinochet. Lögregla notaði táragas til að leysa upp mótmæli sem fram fóru vegna sýningar myndarinnar.

Enn ekki nákvæmar upplýsingar um skotárásina

Skotárás varð við stúdentaíbúðir í Auburn í Alabama í Bandaríkjunum síðustu nótt. Fréttastofur af svæðinu hafa sagt að þrír hafi látið lífið og tveir aðrir slasast alvarlega. Það hefur ekki fengist staðfest með ótvíræðum hætti og lögregla hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

Sósíalistar og samherjar efstir

Útgönguspár frá Frakklandi benda til þess að Sósíalistaflokkur Francois Hollande fái svipað mikið fylgi og hægri flokkurinn UMP. Flokkarnir mælast nú með 35% hvor.

Neyðarástand í Búrma

Forseti Búrma lýsti yfir neyðarástandi í vesturhluta landsins í dag. Yfirlýsingin kemur eftir árásir öfgahópa í landinu síðustu vikuna. Óeirðir blossuðu upp í síðasta mánuði í Búrma eftir að Búddatrúar kona var drepin. Síðan hafa 17 múslimar týnt lífinu og hundruðir bygginga eyðilagst. Frá þessu er greint á vefmiðli BBC.

Górillur fá líka hláturskast - myndband

Með því að kitla apa hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að hlátur mannfólksins hafi byrjað að þróast fyrir 10 til 16 milljón árum.

Rússneskar fótboltabullur til rannsóknar

UEFA mun beita agavaldi sínu vegna óviðeigandi hegðunar rússneskra stuðningsmanna á fótboltaleik landsliðsins gegn Tékkum síðasta föstudag. Fjórir starfsmenn á vellinum urðu fyrir árás stuðningsmannanna og voru sendir á spítala. Sömuleiðis voru þeir sakaðir um kynþáttafordóma sem beindust gegn tékkneska varnarmanninum Theodor Gebre Selassie, sem er svartur. Málið verður tekið til meðferðar næsta miðvikudag.

Obama móðgaður vegna ásakana um leka

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir það móðgandi að gefa í skyn að Hvíta húsið sé á bak við leka um árásir mannlausra fjarstýrðra loftfara á bækistöðvar grunaðra hryðjuverkamanna í Mið-Austurlöndum en fréttir af þessum árásum að undanförnu hafa gert ríkisstjórn Obama berskjaldaða fyrir harðri gagnrýni frá bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna um leynd þessara aðgerða, sem þykja mjög umdeildar. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað tvo lögmenn sem eiga að stýra rannsókn á því hvort leynilegum trúnaðargögnum stjórnvalda um þessar árásir hafi verið lekið til fjölmiðla, að því er fram kemur í Financial Times.

Frakkar að kjörborðinu

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa neðri deild þingsins. Niðurstöður úr kosningunum munu ráða því hve hratt hinn nýkjörni formaður Francois Hollande mun koma umbótaáætlunum sínum í framkvæmd og hve umfangsmiklar þær verða.

Mubarak þungt haldinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, liggur þungt haldinn á fangelsissjúkrahúsi í Kaíró. Heilsu hans hefur hrakað mikið frá því hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir um viku og segja egypskt yfirvöld hann nú einungis geta neytt matar í vökvaformi. Eiginkona Mubaraks og tvær tengdadætur heimsóttu hann í morgun eftir að orðrómur um andlát fyrrum forsetans fór á kreik.

Skotárás við stúdentaíbúðir í Alabama

Nokkrir særðust í skotárás við stúdentaíbúðir í borginni Auburn í Alabamafylki í Bandaríkjunum. Skotárásin varð í nótt. Ekki er enn vitað um líðan fórnarlambanna né hve mörg þau voru, en lögregla hefur sagt að þau hafi verið fleiri en eitt.

Ráðherra lést í þyrluslysi

George Saitoti, öryggismálaráðherra Kenía, lést ásamt sex öðrum þegar þyrla brotlenti í skógi skammt frá höfuðborginni Nairobi. Kenísk yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Ekki er vitað hvað olli slysinu að svo stöddu. Saitoti hugðist bjóða sig fram til forseta en næstu forsetakosningar í Kenía fara fram í mars á næsta ári.

Vill hernaðaríhlutun í Sýrlandi

Shaul Mofaz, forsætisráðherra Ísraels, sakaði sýrlensk yfirvöld um þjóðarmorð í útvarpsviðtali í morgun og hvatti alþjóðarsamfélagið til að grípa til hernaðaraðgerða í því skyni að stöðva blóðbaðið þar í landi. Hann gagnrýndi jafnframt helstu þjóðarleiðtoga heims fyrir aðgerðarleysi og var afar harðorður í garð Rússa fyrir að útvega Sýrlendingum vopn. Utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í gær að hann væri mótfallið tilraunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um hernaðaríhlutun í Sýrlandi en kallaði eftir fundi með helstu leiðtogum heims til að ræða friðaráætlun Kofis Annans.

Bjargað naumlega undan flóðum

Um 150 manns var bjargað naumlega í dag þegar mikil flóð gengu yfir bæi og sumarleyfisstaði á vesturströnd Wales snemma í morgun. Þyrlur voru sendar á svæðið í björgunaraðgerðum nálægt bænum Aberystwyth eftir að tæplega 13 sentímetrar af regni féllu síðastliðinn sólarhring. Enginn slasaðist í flóðunum í morgun en þónokkurt tjón varð eins og myndirnar bera með sér.

Anonymous mótmælir í Indlandi

Hakkarar í hópnum Anonymous mótmæltu í dag ritskoðun á internetinu í Indlandi. Mótmælin fóru fram í 16 borgum.

Talíbanar drepa franska hermenn

Fjórir franskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðstilræði í Afganistan í dag. Herskáir talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem átti sér stað á Kapisa-svæðinu í austurhluta landsins. Nú eru tæplega 3.300 franskir hermenn í Afganistan en stefnan er að franskar hersveitir hafi yfirgefið landið í lok þessa árs.

Börnum bjargað úr ánauð níðinga

Átján börnum hefur verið bjargað úr ánauð níðinga í umfangsmikilli aðgerð bandarískra yfirvalda gegn barnaklámi. Hundrað og níutíu manns voru handteknir, flestir í Bandaríkjunum en handtökur áttu sér einnig stað á Spáni, Filippseyjum, Bretlandi, í Argentínu, Svíþjóð, Serbíu og Hollandi.

Kínverjar út í geim

Kínverjar hafa ákveðið að senda mannað geimfar út í geim í þessum mánuði. Það yrði í fjórða sinn sem Kínverjar skjóta upp mönnuðu geimfari síðan árið 2008.

Sprenging og átök í Sýrlandi

Sautján óbreyttir borgarar, þar á meðal tíu konur, féllu í sprengingu í suðurhluta sýrlensku borgarinnar Deraa í nótt. Átök brutust út á milli uppreisnarmanna og stjórnarherliða í kjölfarið og var aðalvegi frá Damascus höfuðborg landsins lokað með logandi dekkjum. Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir sýrlenskir borgarar létust í gær og tuttugu og fimm hermenn.

Vill endurræsa tvo kjarnaofna

Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt að endurræsa tvo af 50 kjarnorkuofnum landsins til þess að efnahagur landsins og landsmanna fari ekki á hliðina.

Níðþunga bryggju rak á land

Íbúar í bænum Newport í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna ráku upp stór augu í vikunni þegar risastór flotbryggja úr stáli og steinsteypu var komin upp í fjöru.

Flúði nakinn frá Kristjaníu

Blaðamaður varð fyrir líkamsárás í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Blaðamaðurinn var að taka ljósmyndir en slíkt er illa séð af sölumönnum í fríríkinu. Maðurinn var barinn, afklæddur og myndavélin tekin af honum. Hann náði að forða sér allsnakinn.

Samkynhneigðir fá að ganga í hjónaband

Danska þingið samþykkti með miklum meirihluta í gær frumvarp sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Hingað til hafa samkynhneigðir í Danmörku ekki getað gengið í hjónaband, heldur aðeins haft möguleika á að skrá sig í sambúð.

Emma Watson kemur hugsanlega til Íslands með Russel Crowe

Viðræður standa yfir við Emmu Watson um að hún taki að sér hlutverk í mynd Darren Aronofskys um Örkina hans Nóa. Myndin verður að hluta til tekin upp hér á Íslandi. Nú þegar hefur verið samið við Russel Crowe um að taka að sér hlutverk Nóa. Enn hefur ekki verið ráðið í hlutverk skúrksins né heldur í hlutverk eiginkonu Nóa. Búist er við því að Jennifer Connelly muni hampa hlutverki eiginkonunnar. Emma Watson er þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum um galdrastrákinn Harry Potter.

Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum

Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag.

Engisprettufaraldur ógnar lífi íbúa í Malí og Niger

Engisprettufaraldur ógnar nú lífi íbúa í Afríkulöndunum Malí og Niger. Bæði þessi lönd glíma við hörmungar fyrir þar sem borgarastríð geisar í Malí og hungursneyð er í uppsiglingu í Niger. Samtökin Amnesty International segja að ástandið í Malí hafi ekki verið verra í fimmtíu ár.

ESB ríki fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit

Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins munu fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit við landamæri sín í allt að tvö ár til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjanda inn á Shengen svæðið.

Líkamsárás í beinni

Ilias Kasidaris, þingmaður fasistaflokksins Gylltrar dögunar, réðst í gærmorgun í beinni sjónvarpsútsendingu á Liönu Kanelli, þingkonu gríska kommúnistaflokksins.

Telur nauðsynlegt að framselja meiri völd

Spánverjum tókst að selja ríkisskuldabréf fyrir 2,1 milljarð evra í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að fjárhagsvandræði spænskra banka juku enn á óvissuna á evrusvæðinu.

Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja

Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi.

Geta um frjálst höfuð strokið

Varðstöðvar, eftirlitsmyndavélar og annar viðbúnaður er horfinn úr þorpinu þar sem blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng var hafður í stofufangelsi í tæp tvö ár.

Nú fundin 147 árum síðar

Sagnfræðingar í Bandaríkjunum hafa nú fundið læknaskýrslur um dauða Linc-olns, en þær hafa verið týndar í 147 ár. Lincoln dó árið 1865, þegar hann varð fyrir skoti morðingja í leikhúsi í Washington.

Enskir embættismenn sniðganga EM

Embættismenn í Bretlandi ætla ekki að mæta á leiki Englands á EM sem hefst í Úkraínu á morgun. Meðferðin á Júlíu Tymoshenko, mannréttindamálum og ótta við rasisma eru helstu ástæðurnar.

Starfsmönnum SÞ meinaður aðgangur

Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna fá ekki að koma á vettvang þar sem árásir stjórnarhersins í Sýrlandi áttu sér stað í gær. 78 manns eru sagðir hafa látist í árásunum.

Fjöldamorð í Sýrlandi í gær

Enn berast fréttir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja stjórnarliða hafa drepið 78 manns í gær, þar á meðal konur og börn. Stjórnarliðar þvertaka fyrir það en segja hryðjuverkamenn aftur á móti hafa drepið níu manns. Hvorug sagan hefur fengist staðfest.

Sjá næstu 50 fréttir