Erlent

Líkamsárás í beinni

Þingmaður beitir ofbeldi Liana Kanelli verður fyrir barsmíðum af hendi Iliasar Kasidaris.
Þingmaður beitir ofbeldi Liana Kanelli verður fyrir barsmíðum af hendi Iliasar Kasidaris. nordicphotos/AFP
Ilias Kasidaris, þingmaður fasistaflokksins Gylltrar dögunar, réðst í gærmorgun í beinni sjónvarpsútsendingu á Liönu Kanelli, þingkonu gríska kommúnistaflokksins.

Hann sló hana þrisvar í andlitið en hafði rétt áður skvett vatni á aðra þingkonu, Renu Dourou frá Róttæka vinstribandalaginu, í sama umræðuþætti.

Útsendingin var stöðvuð en átökin héldu áfram enn um sinn í sjónvarpssal. Ríkissaksóknari gaf þegar í stað út handtökubeiðni á hendur Kasidaris, en engin afsökunarbeiðni fékkst frá Gylltri dögun.

Deilurnar í sjónvarpssal milli Kasidaris og Kanelli snerust um það, hvort olía væri í Miðjarðarhafinu suður af Krít. Kasidaris reiddist hins vegar Dourou vegna þess að hún minntist á dómsmál gegn honum vegna ofbeldisverka frá árinu 2007, þegar félagar hans, sem voru í för með honum, réðust á námsmann í Aþenu, börðu hann og stungu með hníf og stálu loks persónuskilríkjum hans.

Félagar í flokknum, sem vilja ekki láta kalla sig nýnasista heldur fasista, hafa verið sakaðir um að beita óspart ofbeldi, einkum gegn útlendingum.- gb


Tengdar fréttir

Nefndirnar ætla að skila í haust

Rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna mun skila Alþingi lokaskýrslu í fyrsta lagi þann 1. september næstkomandi. Nefndarmaður á þó frekar von á því að skilin dragist fram eftir árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×