Erlent

Enn ekki nákvæmar upplýsingar um skotárásina

BBI skrifar
Skotárás varð við stúdentaíbúðir í Auburn í Alabama í Bandaríkjunum síðustu nótt.

Fréttastofur af svæðinu hafa sagt að þrír hafi látið lífið og tveir aðrir slasast alvarlega. Það hefur ekki fengist staðfest með ótvíræðum hætti og lögregla hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

Lögreglan á svæðinu var kölluð að byggingunum síðastliðna nótt vegna árásarinnar. Ekki hafa fengist fréttir af því hvort einhver er í haldi vegna málsins.

Auburn er stærsta borgin í Austur-Alabama. Þar búa yfir 50.000 manns en 25.000 nemendur stunda nám við Háskólann í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×