Erlent

Kínamúrinn yfir tvöfalt lengri en áður var talið

Kínamúrinn er meir en tvöfalt lengri en áður var talið. Þetta segja kínversk stjórnvöld sem nýlega létu endurmæla múrinn.

Áður var talið að múrinn væri tæplega 9.000 kílómetra að lengd en hinar nýju mælingar sýna að hann er í raun rúmlega 21.000 kílómetra langur.

Kínamúrinn var settur á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 1987. Hann hefur löngum verið talinn eitt af þeim mannvirkjum í heiminum sem sést með berum augum utan úr geimnum. Um þetta er þó deilt, sumir geimfarar segjast hafa séð hann en aðrir staðhæfa að það sé ekki hægt nema þá undir sérstaklega hagstæðum aðstæðum.

Múrinn er ekki ein samfella heldur röð af samtengdum virkisveggjum. Múrinn var byggður á milli áranna 1.300 og 1.600 þegar Ming keisaraættin var við völd í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×