Erlent

Nú fundin 147 árum síðar

Abraham Lincoln
Abraham Lincoln
Sagnfræðingar í Bandaríkjunum hafa nú fundið læknaskýrslur um dauða Linc-olns, en þær hafa verið týndar í 147 ár. Lincoln dó árið 1865, þegar hann varð fyrir skoti morðingja í leikhúsi í Washington.

Hinn 23 ára gamli læknanemi, Charles Leale kom fyrst að forsetanum en hann skrifaði einnig skýrsluna.

Skýrslan þykir bæði sýna skjót viðbrögð læknanemans og fagleg vinnubrögð, en hún er talin skrifuð á sérstaklega nákvæman og faglegan hátt. -ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×