Erlent

Sósíalistar og samherjar efstir

BBI skrifar
Útgönguspár frá Frakklandi benda til þess að Sósíalistaflokkur Francois Hollande fái svipað mikið fylgi og hægri flokkurinn UMP. Flokkarnir mælast nú með 35% hvor.

Með stuðningi Græna flokksins í landinu eru Sósíalistar þó í betri stöðu, en saman fá flokkarnir 40% atkvæða. Útgönguspár lofa því góðu fyrir Hollande.

Í dag fer fram fyrri umferð kosninga á neðri deild franska þingsins. Síðari umferðin fer fram í næstu viku. Kosningaþáttaka í landinu í dag var með minnsta móti en 43% sátu heima.

Því hefur verið kastað að nái Sósíalistaflokkur hins nýkjörna forseta, Francois Hollande, meiri hluta öðlist hann þar með umboð til að koma umdeildum skattahækkunum og róttækum útgjaldaáætlunum í gegnum þingið. Sósíalistarnir hafa þegar meirihluta í efri deild þingsins.

Umfjöllun BBC um málið.


Tengdar fréttir

Frakkar að kjörborðinu

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa neðri deild þingsins. Niðurstöður úr kosningunum munu ráða því hve hratt hinn nýkjörni formaður Francois Hollande mun koma umbótaáætlunum sínum í framkvæmd og hve umfangsmiklar þær verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×