Erlent

Fundu 500 ára gamlan fjársjóð á eyjunni Mön í Danmörku

Fundist hefur 500 ára gamall fjársjóður á eyjunni Mön sem liggur suður af Sjálandi í Danmörku.

Þegar hafa fundist 350 peningar, að mestu úr silfri, en reiknað er með að allt að 650 peningar geti verið á staðnum.

Fornleifafræðingar sem vinna við að grafa upp fjársjóðinn segja að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu landsins. Meðal þeirra peninga sem þegar hafa verið grafnir upp eru tveir sem sænski kóngurinn Gustav Vasa lét slá á fyrri hluta 16. aldar en aðeins er vitað um átta aðra slíka peninga í heiminum.

Fjársjóðurinn fannst niðurgrafinn á rófuakri og það var einn af íbúm eyjarinnar sem fann hann með málmleitartæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×