Erlent

Vill hernaðaríhlutun í Sýrlandi

BBI skrifar
Eyðilegging í Sýrlandi
Eyðilegging í Sýrlandi Mynd/AFP
Shaul Mofaz, forsætisráðherra Ísraels, sakaði sýrlensk yfirvöld um þjóðarmorð í útvarpsviðtali í morgun og hvatti alþjóðarsamfélagið til að grípa til hernaðaraðgerða í því skyni að stöðva blóðbaðið þar í landi.

Hann gagnrýndi jafnframt helstu þjóðarleiðtoga heims fyrir aðgerðarleysi og var afar harðorður í garð Rússa fyrir að útvega Sýrlendingum vopn.

Utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í gær að hann væri mótfallið tilraunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um hernaðaríhlutun í Sýrlandi en kallaði eftir fundi með helstu leiðtogum heims til að ræða friðaráætlun Kofis Annans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×