Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja 8. júní 2012 03:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn Sveitir uppreisnarmanna segjast ekki lengur bundnar af vopnahléi og hafa síðustu daga fellt tugi stjórnarhermanna.Fréttablaðið/AP Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira