Erlent

Börnum bjargað úr ánauð níðinga

Átján börnum hefur verið bjargað úr ánauð níðinga í umfangsmikilli aðgerð bandarískra yfirvalda gegn barnaklámi. Hundrað og níutíu manns voru handteknir, flestir í Bandaríkjunum en handtökur áttu sér einnig stað á Spáni, Filippseyjum, Bretlandi, í Argentínu, Svíþjóð, Serbíu og Hollandi.

Í flestum tilvikum er um að ræða mál sem tengjast ungmennum sem komust í kynni við fólk á á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×