Erlent

Romney gengur betur í fjáröflun en Obama

Mitt Romney aflaði sér meira fjármagns í kosningasjóði sína í maí en Barack Obama bandaríkjaforseti.

Sjóðir Romney uxu um tæplega 77 milljónir dollara í maí en sjóðir forsetans um 60 milljónir dollara.

Í frétt um málið á BBC segir að þar með hafi Romney nær álíka mikið reiðufé á milli handanna og Obama eða 105 milljónir dollara á móti 115 milljón dollara sjóðum forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×