Erlent

Um 100 dvergar í kröfugöngu vegna Mjallhvítar

Ekkert lát er á mótmælum dverga í Bandaríkjunum vegna þess að enginn dvergur var ráðinn í hlutverk í myndinni Mjallhvít og veiðimaðurinn.

Um 100 dvergar ætla í kröfugöngu að aðalstöðvum Universal Pictures á næstu dögum til að sýna óánægju sína með að aðeins fullvaxnir leikarar eru í hlutverkumk dvergana sjö í myndinni. Þessir 100 dvergar tilheyra leikhúshópnum Beacher´s Madhouse.

Áður höfðu samtökin Little People of America lýst yfir mikilli óánægju með hlutverkavalið í myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×