Erlent

Flúði nakinn frá Kristjaníu

Þetta hús er í Kristjaníu, en sá sem tók þessa mynd komst heim heill á húfi.
Þetta hús er í Kristjaníu, en sá sem tók þessa mynd komst heim heill á húfi. Fréttablaðið/Ágúst
Blaðamaður varð fyrir líkamsárás í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Blaðamaðurinn var að taka ljósmyndir en slíkt er illa séð af sölumönnum í fríríkinu. Maðurinn var barinn, afklæddur og myndavélin tekin af honum. Hann náði að forða sér allsnakinn.

Áður hefur verið greint frá því að Kaupmannahafnarlögreglan hefur gefist upp á löggæslu í Kristjaníu. Aðgerðir þar þykja svo mannfrekar að lögreglan hefur ekki ráðist í neina slíka síðan í ágúst á síðasta ári.

Ástandið í hasssölunni er talið af svipaðri stærðargráðu og árið 2004, en þá skar lögreglan upp herör gegn hasssölu á staðnum.

- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×