Erlent

Frakkar að kjörborðinu

BBI skrifar
Francois Hollande
Francois Hollande
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa neðri deild þingsins. Niðurstöður úr kosningunum munu ráða því hve hratt hinn nýkjörni formaður Francois Hollande mun koma umbótaáætlunum sínum í framkvæmd og hve umfangsmiklar þær verða.

Fyrri umferð kosninganna fer fram í dag en eftir viku verður úrslitaviðureignin. Ef Sósíalistaflokkur Hollande nær meirihluta í neðri deild þingsins hefur hann þar með tryggt sér umboð til að koma umfangsmiklum skatta- og ríkisútgjaldaáætlunum í framkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×