Erlent

Starfsmönnum SÞ meinaður aðgangur

BBI skrifar
Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna keyra meðal fólksins.
Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna keyra meðal fólksins. Mynd/AFP
Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) fá ekki að koma á vettvang þar sem árásir stjórnarhersins í Sýrlandi áttu sér stað í gær. 78 manns eru sagðir hafa látist í árásunum.

Starfsmennirnir eru stöðvaðir á eftirlitsstöðvum hersins í nágrenninu og komast því ekki að þorpinu Qubair, 20 km norðvestur af borginni Hama, þar sem árásirnar áttu sér stað. Þar af leiðandi hafa sögusagnir af fjöldamorðunum enn ekki fengist fyllilega staðfestar. Þeir munu áfram leita leiða til að komast á vettvanginn.

297 starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna eru nú á svæðinu og vinna að friðaráætlun.

Umfjöllun BBC um málið.


Tengdar fréttir

Fjöldamorð í Sýrlandi í gær

Enn berast fréttir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja stjórnarliða hafa drepið 78 manns í gær, þar á meðal konur og börn. Stjórnarliðar þvertaka fyrir það en segja hryðjuverkamenn aftur á móti hafa drepið níu manns. Hvorug sagan hefur fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×