Erlent

Níðþunga bryggju rak á land

Fyrir fimmtán mánuðum hrifsaði flóðbylgjan í Japan þessa bryggju með sér á haf út.
Fyrir fimmtán mánuðum hrifsaði flóðbylgjan í Japan þessa bryggju með sér á haf út. nordicphotos/AFP
Íbúar í bænum Newport í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna ráku upp stór augu í vikunni þegar risastór flotbryggja úr stáli og steinsteypu var komin upp í fjöru.

Þegar nánar var að gáð reyndust vera merkingar á japönsku á bryggjunni, sem er tuttugu metra löng og 165 tonn að þyngd.

Bryggjuna hafði sem sagt rekið yfir hafið frá Japan, en þaðan barst hún á haf út með flóðbylgjunni miklu í kjölfar jarðskjálftans í mars á síðasta ári.

Flóðbylgjan hrifsaði með sér fjórar flotbryggjur fyrir fimmtán mánuðum. Sú sem nú er á ströndinni í Oregon er ein þeirra, en tvær hafa enn ekki fundist.

Gífurlegt magn af hvers kyns rusli frá Japan hefur verið á reki um Kyrrahafið undanfarna fimmtán mánuði. Nýverið fannst vélhjól í hvítum gámi á Graham-eyju út af vesturströnd Kanada.

Í apríl síðastliðnum sökkti bandaríska strandgæslan fimmtíu metra löngum fiskveiðibát út af strönd Alaska, en bátinn hafði rekið frá Japan.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×