Erlent

Obama móðgaður vegna ásakana um leka

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir það móðgandi að gefa í skyn að Hvíta húsið sé á bak við leka um árásir mannlausra fjarstýrðra loftfara á bækistöðvar grunaðra hryðjuverkamanna í Mið-Austurlöndum.

Fréttir af þessum árásum að undanförnu hafa gert ríkisstjórn Obama berskjaldaða fyrir harðri gagnrýni frá bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna um leynd þessara aðgerða, sem þykja mjög umdeildar.

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað tvo lögmenn sem eiga að stýra rannsókn á því hvort leynilegum trúnaðargögnum stjórnvalda um þessar árásir hafi verið lekið til fjölmiðla, að því er fram kemur í Financial Times.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×