Erlent

Enn er barist vegna Pinochet

BBI skrifar
Augusto Pinochet
Augusto Pinochet Mynd/AP
Til átaka kom í Chile í dag vegna heimildamyndar um Pinochet. Lögregla notaði táragas til að leysa upp mótmæli sem fram fóru vegna sýningar myndarinnar.

Stuðningsmenn leiðtogans heitins hafa látið gera heimildamynd um hann. Myndin er afar umdeild en markmiðið var að sögn að sýna Pinochet eins og hann raunverulega var en ekki eins og fjölmiðlar hafa málað hann upp - vægðarlausan einræðisherra.

Andstæðingar Pinochet og fórnarlömb stjórnar hans segja myndina hins vegar vera fegrun á hrottafenginni stjórnartíð einræðisherrans.

Augusto Pinochet réði í Chile í 17 ár og dó árið 2006. Ríkisstjórn Chile hefur áætlað að yfir 3.000 manns hafi verið drepnir í stjórnartíð hans og þúsundir hafi sætt pyndingum til viðbótar.



Umfjöllun BBC
um átökin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×