Fleiri fréttir

Hommum hleypt í herinn

Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember.

Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð

Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag.

Kanína bjargaði konu þegar húsið brann

Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk.

Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag.

Breivik leiddur fyrir dómara í Osló

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var leiddur fyrir dómara í Ósló í morgun en þar verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds hans.

Lögreglumenn myrða mótmælendur í Jemen

Að minnsta kosti tuttugu og sex mótmælendur hafa verið skotnir til bana og 550 eru sagðir slasaðir eftir að mikil mótmæli brutust út í Jemen í gær. Mest voru átökin í höfuðborginni Sanaa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka til mikilla muna þar sem margir hinna særðu eru sagðir í lífshættu. Sjónarvottar segja að tugir lögreglumanna hafi skotið beint inn í mannþröngina en fólkið kom saman til þess að krefjast afsagnar forseta landsins Ali Abdullah Saleh. Yfirvöld segja að mótmælin séu ólögleg og að mótmælendur hafi sært fjóra lögreglumenn.

Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Stal síma og „addaði“ eigandanum á Facebook

Tuttugu og tveggja ára bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og innbrot. Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa uppi á honum því hann kom eiginlega upp um sig sjálfur.

Heimurinn er á barmi bankakreppu

„Við erum nú komin á nýtt og hættulegt stig,“ segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þá erfiðleika sem steðja að þjóðum heims vegna skuldavanda einstakra ríkja.

Tugir fórust í skálftanum í Nepal

Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið.

Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy

Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn.

Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk

Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi.

Emmyverðlaunin afhent í nótt

Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn.

Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla.

Stofnandi IKEA heitir milljörðum til góðgerðarmála

Milljarðamæringurinn Ingvar Kamprad sem stofnaði húsgagnaverslunina IKEA hefur heitið því að verja sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vefmiðli Telegraph.

Uppgötva plánetu þar sem sólarlagið er tvöfalt

Geimvísindamenn NASA hafa uppgötvað plánetu sem gengur á sporbaug í kring um tvær sólir. Möguleikinn á því að líf þrífist á þess háttar plánetum er töluvert meiri en á þeim sem snúast aðeins kring um eina sól.

Ísrael: Friði verður aðeins náð með samningum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að áform Palestínumanna um að fá viðurkenningu á ríki sínu fyrir Sameinuðu þjóðunum muni ekki ganga eftir. Bæði Bandaríkin og Ísrael leggja á það áherslu að Palestínumenn dragi umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum til baka.

Sjö látnir eftir skjálftann í Nepal

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nepal og Norðurhéröð Indlands eftir hádegi í dag. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem talið er að séu fastir í húsarústum í höfuðborg landsins.

Þrýsta á afsögn Berlusconi

Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera "forsætisráðherra í frítíma sínum".

Suu Kyi merkir jákvæðar breytingar í Búrma

Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi segir loks vera merki um stjórnarfarslegar breytingar í Búrma. Hún tekur þó fram að fólk landsins sé enn langt því frá raunverulega frjálst.

Skotið á mótmælendur í Jemen

15 manns létu lífið og minnst 100 særðust þegar skotið var á mótmælendur í Jemen í dag. Sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh, forseta landsins, skutu af húsþökum á mótmælendur sem kröfðust afsagnar Saleh.

Jarðskjálfti á Indlandi

Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu.

Tvö flugslys á 24 tímum

Flugmaður missti stjórn á rellu sinni á flugsýningu í Bandaríkjunum í gær, hrapaði til jarðar og lét lífið. Flugvélin lenti blessunarlega langt frá áhorfendum á sýningunni og enginn skaðaðist annar en flugmaðurinn. Yfirvöld hafa ekki opinberað nafn eða auðkenni flugmannsins.

Ísrael: umsókn Palestínu verður ekki samþykkt

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum muni ekki bera árangur. Hann segir að viðurkenning á ríki Palestínumanna og varanlegur friður náist eingöngu með beinum samningaviðræðum.

Vill leggja auknar byrðar á hátekjufólk

Barack Obama, bandaríkjaforseti, stefnir að því að hækka skattlagningu á ríkustu samlanda sína. Reglurnar eru svör við ákalli um að auðmenn axli auknar byrðar við lausn á skuldavanda landsins.

Rannsaka orsakir flugslyssins

Bandarísk samgönguyfirvöld hafa skipað rannsóknarteymi til að kanna orsakir flugslyssins í Nevada á föstudaginn þar sem gömul herflugvél hrapaði til jarðar á áhorfendur flugsýningar. Tala látinna hefur hækkað í níu og tugir eru særðir. Enginn virðist þó hafa hugmynd um hvað kom fyrir. Flugvélin hafði staðist allar vélar- og tímaskoðanir og flugmaðurinn þaulreyndur. Í samtali við fréttastofu CBS segir Mark Rosenker, formaður öryggideildar samgöngustjórnar bandaríkjanna, ekkert verða útilokað í rannsókninni.

Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast

Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli.

Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað

Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði. Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði.

Strauss-Kahn í viðtal

Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork. Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal. Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða.

Sekta þá sem klára ekki matinn sinn

Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum.

Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook

Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins.

Sprengja nærri Taj Mahal

Lítil sprengja sprakk í dag nálægt Taj Mahal, aðalferðamannastað Indlands. Sex manns meiddust. Lögregluyfirvöld landsins segja að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Of snemmt væri að segja til um hvort hryðjuverkasamtök stæðu á bak við árásina.

Berlusconi montar sig af kynlífi

Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök.

Myndband af flugslysinu

Fréttastofa greindi frá því í morgun að þrír hefðu látist eftir að flugmaður missti stjórn á flugvél sinni á flugsýningu. Áhorfendur á sýningunni náðu myndum af atburðinum. Myndirnar eru fremur óskýrar enda ekki teknar af fagfólki.

Októberfest sett í Munchen

Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga.

Loftárásir Nató á Sirte í nótt

Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll.

Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte

Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig.

Þrír látnir eftir flugsýningu

Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði.

Rússum spáð kosningasigri

„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag.

Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn

„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna.

Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina

Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten.

Viðskiptabannið enn framlengt

Bandaríkjaforseti framlengdi í vikunni viðskiptabann við Kúbu sem hefur verið í gildi í einhverju formi frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar Kastró tók völdin á eyjunni.

Sjá næstu 50 fréttir