Erlent

Októberfest sett í Munchen

Á Októberfest er bjórinn seldur í 1 lítra krúsum.
Á Októberfest er bjórinn seldur í 1 lítra krúsum. Mynd/AFP
Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga.

Á síðasta ári hesthúsuðu hátíðargestir 7.1 milljón lítra af bjór.

Lögregluyfirvöld í landinu hafa aukið viðbúnað sinn á svæðinu, þrátt fyrir að engar sérstakar hótanir hafi borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×