Fleiri fréttir

Chavez slær í gegn á Twitter

Hugo Chavez hinn litríki en umdeildi leiðtogi Venesúela hefur stofnað Twitter síðu. Á aðeins hálfum mánuði hefur hann skotist í fyrsta sætið yfir mest lesnu Twitter síðurnar í Venesúela og hafa 237 þúsund manns skráð sig sem vini forsetans. Það færir honum fyrsta sætið í landinu en áður var vinsælasta Twitter síðan sú sem Globovision sjónvarpsstöðin heldur úti en stöðin hefur haldið uppi harðri gagnrýni á störf forsetans.

Cameron og Clegg hittust á fundi í kvöld

Þeir David Cameron leiðtogi íhaldsmanna í breska þinginu og Nick Clegg leiðtogi Frjálslyndra hittust í þinghúsinu í London í kvöld á tæplega klukkustundarlöngum fundi. Áður höfðu áhrifamenn innan flokkanna fundað í allan dag um mögulegt stjórnarsamstarf.

Sprengja á Times torgi: Sannanir fyrir aðild talíbana

Bandaríkjamenn segjast nú hafa sannanir fyrir því að talíbanar í Pakistan hafi staðið á bakvið hryðjuverkið sem fór út um þúfur á Times torgi í New York á dögunum. Dómsmálaráðherrann Eric Holder staðfesti þetta í dag en áður höfðu bandarísk stjórnvöld vísað yfirlýsingum talíbana í Pakistan um að þeir bæru ábyrgð á ódæðinu á bug.

Breskir hermenn marseruðu um Rauða torgið

Breskir hermenn marseruðu um Rauða torgið í Moskvu í fyrsta sinn í sögunni í dag. Tilefnið var að í dag fagna Rússar lokum Síðari heimstyrjaldarinnar en 65 ár eru liðin frá lokum stríðs. Rúsnesskar hersveitir marseruðu því um torgið ásamt kollegum sínum frá Bretlandi, Frakklandi, Póllandi og Bandaríkjunum.

Ellefu létust í sprengingu í rússneskri kolanámu

Ellefu eru látnir og 41 slasaður eftir að tvær sprengingar urðu í stærstu kolanámu Rússlands í gærkvöldi. Að minnsta kosti 84 eru enn í námunni sem er staðsett í Kemerovo héraði í vesturhluta Síberíu. Alls voru 359 starfsmenn neðanjarðar þegar fyrri sprengingin varð, en talið er að um hafi verið að ræða metansprengingu.

Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Bretlandi

Stjórnarmyndunarviðræður milli frjálslyndra og íhaldssamra í Bretlandi halda áfram í dag, þriðja daginn í röð. Í gær hittust Nick Clegg leiðtogi frjálslyndra og íhaldsleiðtoginn David Cameron á einkafundi.

Bandaríkjamenn þrýsta á Pakistana

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sett mikinn þrýsting á Pakistana og krefjast þess að þeir uppræti hryðjuverkasamtök sem starfa í landinu en tilræðismaðurinn sem reyndi að sprengja bifreið í loft upp á Times torgi í New York á dögunum kom er sagður tengjast hryðjuverkasamtökum þar í landi.

Clegg fær umboð til áframhaldandi viðræðna

Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, fundaði með forystu flokksins í dag og fékk umboð til áframhaldandi viðræðna. Fulltrúar flokkana funda á morgun en búist er við því að viðræður taki nokkra daga.

Enn fundað í Bretlandi

Enn liggur ekki fyrir hvort ný samsteypustjórn Íhaldflokks og Frjálslyndra demókrata taki við völdum í Bretlandi. Fulltrúar flokkanna funduðu í alla nótt en viðræðum var slitið í morgun. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata ætlar að funda með þingmönnum flokksins í dag til að fara yfir tilboð íhaldsmanna. Ekki er búist við niðurstöðu í dag.

Clegg vill sjá hvað Cameron býður

Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er kominn í þá stöðu að geta valið með hverjum hann vill stjórna. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur gefið loforð um að helstu kosningamálum frjálslyndra verði gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar þeirra.

Tyrkneska þingið dregur úr völdum dómara

Tyrkneska þingið samþykkti í gær stjórnarskrárbreytingar sem gagnrýnendur segja til þess ætlaðar að styrkja völd ríkisstjórnarinnar á kostnað dómsvaldsins.

Reynir að miðla málum

George Mitchell, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, fundaði í dag með leiðtogum Palestínumanna og Ísraels. Mitchell kom til Ísraels í fyrradag en áður en hann lagði af stað sagðist ætla að reyna að blása lífi í friðarviðræður þjóðanna sem hafa verið stopp í meira en ár.

Brown bíður

Leiðtogar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hafa ákveðið að hefja viðræður um stjórnarsamstarf. Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er þó ekki af baki dottinn.

Gordon Brown vann glæstan sigur

Þótt hann syrgi náttúrlega að tapa í þingkosningunum í heild getur Gordon Brown huggað sig við að í sínu eigin kjördæmi bætti hann við sig atkvæðum og sigraði með glæsibrag.

Brown berst um á hæl og hnakka

Gordon Brown flutti fyrir stundu ávarp fyrir framan Downing stræti 10 þar sem augljóslega kom fram að hann ætlar ekki að segja af sér embætti alveg á næstunni.

Brown vill búa áfram í Downing stræti

Það fór eins og við var búist, enginn flokkur fékk hreinan meirihluta á breska þinginu. Bloggari á vefsíðu The Times orðaði þetta þannig: -Þjóðin hefur talað en það er ekki ljóst hvað hún sagði.

Belgar efna til kosninga 13. júní

Belgar hafa ákveðið að rjúfa þing og gera ráð fyrir því að þingkosningar verði haldnar að nýju þann 13. júní næstkomandi.

Íhaldsflokkurinn stærstur eftir kosningar

Íhaldsflokkurinn er stærsti flokkurinn í breska þinginu eins og staðan leit út eftir að niðurstöður lágu fyrir í 596 kjördæmum af 650 rétt fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tima.

Sviss vill ekki lenda í sporum Íslendinga

Stjórnvöld í Sviss hafa gert tveimur stærstu bönkum landsins að draga úr áhættu og auka eiginfjárgrunn sinn. Bankarnir eru UBS AG og Credit Suisse Group AG.

Forða Grikkjum frá gjaldþroti

Gríska þingið samþykkti í gær niðurskurðarpakka, sem var skilyrði þess að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Grikklandi lán til að bjarga landinu úr verstu skuldakreppunni.

Gæti spillt fjölbreyttu lífríki

Stál og steinsteypuhvelfingu var sökkt í Mexíkóflóa í gær þar sem olíuborpallur á vegum breska olíufélagsins BP sökk fyrir hálfum mánuði. Hvelfingin vegur hundrað tonn og stefnt er að því að olían verði sogin upp úr henni og um borð í tankskip.

Rannsaka framkvæmd kosninganna

Kjörsókn í bresku þingkosningum var mikil og bárust kvartanir að kjörstaðir hafi ekki ráðið við fjöldann. Fjölmargir kjósendur gátu ekki greitt atkvæði þegar klukkan sló tíu að breskum tíma og kjörstöðum var lokað. Álagið veldur því að talning atkvæða tefst í einhverjum kjördæmum.

Vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta

Íhaldsflokkinn vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta á breska þinginu samkvæmt sameiginlegri útgönguspá sem BBC, ITV og Sky birtu þegar kjörstöðum var lokað í Bretlandi klukka níu að íslenskum tíma.

Óljóst hvað bíður Breta

Bretar vita raunar ekkert hvað bíður þeirra eftir þingkosningarnar sem fram fóru í dag. Það þykir þó næsta víst að Gordon Brown hverfi af sjónarsviðinu.

Grikkir samþykktu niðurskurð

Gríska þingið samþykkti í dag stórfelldan niðurskurð og aðhaldsaðgerðir til þess að tryggja sér lán frá öðrum evruríkjum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Rússneskir sjóliðar bjarga olíuflutningaskipi

Rússnesku olíuflutningaskipi var bjargað í nótt úr höndum sjóræningja frá Sómalíu. Það voru sjóliðar af rússnesku herskipi sem réðust um borð í olíuflutningaskipið og náðu því úr höndum sjóræningjanna.

Reynt að stöðva mesta lekann

Hundrað tonna stál- og steinsteypuhvelfing var sett á flutningapramma í hafnarbænum Port Fourchon í gær og siglt af stað út á Mexíkóflóa. Þar verður hún látin síga niður á hafsbotn til að loka fyrir leka úr stærsta olíubrunninum af þremur, sem opnuðust þegar olíuborpallur þar sökk fyrir tveimur vikum.

Slógust um hvert atkvæði allt fram á síðasta dag

Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa síðustu daga barist um fylgi óákveðinna kjósenda í þeirri von að sannfæra nógu marga. Hugsanlega gætu kraftaverkin gerst á síðustu stundu.

Samkomulag tryggir aukin völd sjíaklerka

Tveir stærstu hópar sjíamúslima á þinginu í Írak hafa gert með sér samkomulag um að leggja allar pólitískar deilur sín á milli í hendur virtra sjíaklerka.

Þúsundir manna að störfum vegna olíulekans í Mexíkóflóa

Nokkur þúsund manns reyna að stemma stigu við olíulekanum í Mexíkóflóa. Slæmt veður fyrr í vikunni stóð hreinsunaraðgerðum fyrir þrifum en nú reyna menn að nýta tímann vel. Meðal þeirra sem koma að aðgerðunum eru starfsmenn strandgæslunnar, breska olíurisans BP, liðsmenn þjóðvarðliðsins og fjölmargir sjálfboðaliðar. Víðsvegar hafa verið settar upp baujur, flotgirðingar og net til að koma í veg fyrir útbreiðslu olíuflekksins.

Flugbann áfram víða á Bretlandseyjum

Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli veldur því að flugvellir á Írlandi, Norður-Írlandi og í Skotlandi verða áfram lokaðir. Vegna flugbannsins í dag voru nokkrir flugvellir lokaðir í löndunum, þar á meðal í skosku borgunum Glasgow og Edinborg.

Nýta síðustu klukkustundirnar

Íhaldsflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í bresku þingkosningunum sem fram fara á morgun ef eitthvað er að marka skoðanakannanir sem breskir fjölmiðlar birtu í kvöld. Líkt og í fyrri könnunum hafa íhaldsmenn enn nokkra forystu á Verkamannflokkinn og Frjálslynda demókrata en forskotið dugar flokknum ekki til að ná meirihluta þingmanna.

Unglingur stunginn til bana í London

Enn einn unglingurinn var stunginn til bana í Bretlandi í dag. Um var að ræða 16 ára gamlan dreng sem hlaut alvarlega áverka eftir eggvopn í almenningsgarði í suðurhluta London seinnipartinn í dag. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Lögregla handtók nokkra drengi á svipuðum aldri sem grunaðir eru um aðild að morðinu.

Papandreou fordæmir aðgerðir mótmælenda

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fordæmdir aðgerðir mótmælenda í Aþenu fyrr í dag þegar þrír létu lífið og fleiri hlutu brunasár. „Mótmæli eru eitt en morð er allt annað,“ segir forsætisráðherrann.

Fólk brennt til bana í grískum óeirðum

Bensínsprengjur flugu þétt innan um grjóthnullunga og kantsteina í Aþenu í dag. Logandi sprengjunum var ekki aðeins kastað í lögregluna heldur einnig inn í stofnanir og fyrirtæki.

Rændu dóttur sinni frá kærastanum

Foreldrar í Noregi hafa verið ákærðir fyrir beita miklu ofbeldi og skapa hættu þegar þeir rændu nítján ára gamalli dóttur sinni frá tuttugu og sjö ára gömlum kærasta hennar.

Gleðiganga stöðvuð í Litháen

Amnesty International krefjast þess að rétturinn til fundar- og tjáningarfrelsis sé virtur í Litháen. Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda Gleðigöngu, sem fyrirhugað var að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir