Erlent

Bandaríkjamenn þrýsta á Pakistana

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. MYND/AP
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sett mikinn þrýsting á Pakistana og krefjast þess að þeir uppræti hryðjuverkasamtök sem starfa í landinu en tilræðismaðurinn sem reyndi að sprengja bifreið í loft upp á Times torgi í New York á dögunum kom er sagður tengjast hryðjuverkasamtökum þar í landi.

Yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan hitti yfirmann Pakistanska hersins í gær og lagði hart að honum að gera betur í að uppræta hryðjuverkamennina og flýta hernaðaraðgerðum gegn Talibönum í norður Waziristan sem er við landamæri Afganistans. Tilræðismaðurinn hefur viðurkennt við yfirheyrslur að hafa fengið þjálfun í héraðinu.

Hingað til hefur Barack Obama hvatt pakistönsk yfirvöld í baráttunni gegn hryðjuverkahópum en nú segja þeir sem til þekkja að annað hljóð sé komið í strokkinn og að Obama krefjist nú að árangur fari að nást í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×