Erlent

Þýskir þingmenn greiða atkvæði um aðstoð við Grikki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel segir nauðsynleg, Evrópusambandsins vegna, að styðja Grikki. Mynd/ AFP.
Angela Merkel segir nauðsynleg, Evrópusambandsins vegna, að styðja Grikki. Mynd/ AFP.
Búast má við að þýska þingið takist á um það í dag hvort Þjóðverjar eigi að veita Grikklandi neyðaraðstoð vegna fjármálakreppunnar.

Samkvæmt áætlun mun neðri deild þingsins ræða málið í tvær klukkustundir áður en greidd verða atkvæði. Efri deildin mun svo greiða atkvæði um það strax á eftir. Gert er ráð fyrir að frumvarp um aðstoðina verði samþykkt og Horst Koehler, forseti Þýskalands, muni skrifa undir það í dag.

Angela Merkel hefur sagt að framtíð Evrópusambandsins velti á því hvort hægt sé að veita Grikkjum aðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×