Erlent

Vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Samantha eiginkona hans fyrir utan kjörstað fyrr í dag.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Samantha eiginkona hans fyrir utan kjörstað fyrr í dag. Mynd/AP

Íhaldsflokkinn vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta á breska þinginu samkvæmt sameiginlegri útgönguspá sem BBC, ITV og Sky birtu þegar kjörstöðum var lokað í Bretlandi klukka níu að íslenskum tíma.

Samkvæmt spánni fær Íhaldsflokkurinn 307 þingmenn, Verkmannaflokkurinn 225 og Frjálslyndir demókratar 59. Aðrir flokkar fá 29 þingmenn. Þetta þýðir að íhaldsmenn geta ekki myndað meirihlutastjórn en til þess þurfa þeir að fá 326 þingmenn. Fái Íhaldsflokkurinn yfir 310 þingmenn en færri en 326 getur flokkurinn myndað samsteypustjórn án aðildar Verkmannaflokksins eða Frjálslyndra demókrata.

Í kosningunum fyrir fimm árum fékk Verkamannaflokkurinn 349 þingmenn, Íhaldsflokkurinn 210, Frjálslyndir demókratar 62.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×