Erlent

Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Bretlandi

David Cameron og Nick Clegg í pallborðsumræðum.
David Cameron og Nick Clegg í pallborðsumræðum. MYND/AP

Stjórnarmyndunarviðræður milli frjálslyndra og íhaldssamra í Bretlandi halda áfram í dag, þriðja daginn í röð. Í gær hittust Nick Clegg leiðtogi frjálslyndra og íhaldsleiðtoginn David Cameron á einkafundi.

Talsmaður vildi ekki gefa upp hvað fram fór á fundinum en sagði að hann hefði verið uppbyggilegur og staðið yfir í meira en klukkustund. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort flokkarnir ná að mynda stjórn, en talið er að þeir geti náð saman varðandi efnahag og skatta.

Búist er við að samningaumleitanir taki að minnsta kosti tvo sólarhringa í viðbót áður en ljóst verði hvort af stjórnarmyndun verði. Íhaldsflokkinn vantar 20 sæti upp á að hafa meirihluta á þinginu. 326 sæti þarf til þess að mynda meirihluta en í neðri deild þingsins sitja nú 650 þingmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×